Hlín - 01.01.1944, Side 12
10
Hlín
var hægt samstundis að drífa upp fleirraddaðan kvenna-
kór, konurnar kunnu raddirnar. — Þetta hefði áreiðan-
lega ekki verið hægt annarsstaðar, sem jeg hef verið.
Síðasta námsskeiðið var haldið í Reykjahlíð við ágæt
skilyrði í hinni nýju veitingahúsbyggingu. Húsfreyjurn-
ar, sem lengra voru að, hjuggu á staðnum. — í lok náms-
skeiðsins kom inflúensa þarna á bæina og sluppu kon-
urnar með naumindum frískar heim til sín, þar sem alt
fólk var að leggjast í rúmið. -7 Breiddist veikin svo ört
út, að ógerlegt þótti að lialda fleiri námsskeið, var þá
samkvæmt áætlun minni eftir bæði Húsavík og Reykja-
dalur.
Höfðu þá námsskeið verið lialdin á 5 stöðum og um 50
konur tekið þátt í þeim, og auk þeirra nokkrar, er ein-
göngu tóku þátt í vefnaðinum.
Að hafa námsskeiðin svona víða, var auðvitað gert til
þess að ná til sem flestra. Þótt tíminn yrði við það styttri
á hverjum stað. — Að öðru leyti var fyrirkomulag a!t haft
eins og verið hefur undanfarið annarsstaðar.
Víða hafði verið sáð til flestra tegunda af kálmeti síð-
astliðið sumar, en spretta að mestu brugðist vegna veðr-
áttunnar eins og annarsstaðar. Við notuðum þó gúrkur,
gulrófur og gulrætur, sem ræktaðar höfðu verið heima í
sýslunni, en þar er, sem kunnugt er, jarðhiti á nokkrum
stöðum. Kvenfjelagasamband sýslunnar hefur undanfar-
ið gengist fyrir leiðbeiningum í garðyrkju, trjá- og blóma-
rækt.
Allsstaðar var hafður einliver sjerstakur liátíðis- og
heimsóknardagur, þegar ltest henti á hverju námsskeiði,
því með svo góðum samgöngum gátu húsfreyjurnar kom-
ið lengra að og farið að kvöldi. — Litu þær á það, sem
verið var að gera, og ræddust við. Síðast og ekki síst var
sungið, og sumar fóru með frumort kvæði, sem unun var
á að hlýða.