Hlín - 01.01.1944, Síða 13
Hlín
11
Námsskeiðin, þó stutt sjeu, geta haft margvíslega
menningarlega þýðingu, ef vel er á lialdið. — Það þarf
að hvíla ljettur, þýður og glaður andi yfir þeim, sem ekki
ein heldur allar leggja til. — Alt Jretta þunglamalega,
smáa og lítilfjörlega í fari okkar og tali hverfur við and-
leg kynni og viðfangsefni. Það er sjálfsagt ekki síður á
andlega en verklega sviðinu, að ntargir leyndir kraftar,
sem kvenfólkið býr yfir, leysast úr læðingi og korna fram
í dagsljósið við meiri kynni og samstarf. Því er nú áreið-
anlega þann veg farið, að jafnvel Jró Jrað verklega eigi að
bera á sjer órækasta menningarvottinn, Joá rná Jró ekki
leggja svo mikið kapp og krafta í það, aðþaðkæfiandann.
Jeg ætla að síðustu að minnast þess hjer, þingeyskum
bændum til verðugs lofs, en öðrum til fyrirmyndar, að
Jreir hvöttu konur sínar og dætur til að sækja námsskeið-
in. En Jreir gerðu meira, Jreir buðust til að gegna hús-
móðurstörfunum, meðan þær væru burtu og láta drengi
sína hjálpa til við þau.
Ekki mun vera fleira fólki á að skipa í Þingeyjarsýslu
en annarsstaðar, og varla entist piltunum dagurinn til að
sýsla við alt Jretta, en Jreir gerðu það samt með ánægju,
og ekki er annars getið en að þeint hafi farist Jrað prýði-
Jega. — En trúað gæti jeg jrví, að margur maðurinn hafi
orðið feginn, þegar hann heimti konu sína heim aftur.
Rannveig H. Líndal.
Skýrsla frá Hjeraðssambandi eyfirskra
kvenna (H. E. K.)
Hjeraðssamband eyfirskra kvenna hefur nú starfað
nærfelt 11 ár. Það var upphaflega stofnað fyrir forgöngu
frú Halldóru Bjarnadóttur. — Stefnuskrá Jress er aðallega
sent hjer segir: