Hlín - 01.01.1944, Page 16
14
Hlín
Merkiskonur.
María Össurardóttir,
Flateyri við Önundarfjörð.
„Viska kvennanna reis-
ir húsið“, segir sígilt
spakmæli.
Heimili þeirra hjóna,
Maríu Össurardóttur og
Torfa Halldórssonar á
Flateyri við Önundar-
fjörð, var mjög rómað,
ekki aðeins um alla
Vestfjörðu heldur einn-
ig víðsvegar um land. —
Bæði voru þau lijón
sköpuð til forustu og
hinir mestu garpar, hvort
á sínu sviði, en vissu-
lega átti frú María ekki
minstan þátt í að „reisa“
það hús og gera garðinn
frægðan.
Þegar síra Sigtryggur Guðlaugsson, hinn aldraði og
landskunni sæmdarklerkur, mælti yfir moldum frú Mar-
íu, þá kallaði hann hana „hjeraðsdrottningu", sem allir
kveddu með lotninu. — Þannig hafði líf hennar verið,
rausn og fyrirmynd, og þannig hafði hún kynt sig í hjer-
aði, að henni var hiklaust dæmt liið efsta sætið. — Hún
var drottning hjeraðsins og heimili hennar sæmd allra
nærliggjandi sveita.
Frú María var fædd 25. júlí 1841 að Bæ í Súgandafirði,
María Össurardóttir.