Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 18
16
Hlín
mjög gestkvæmt og heimilið einskonar miðstöð sveitar-
innar. Það var alltaf kallað heim þangað af þeim sem ná-
lægt bjuggu. Þangað voru ráðin sótt, og þar jafnan hjálp
að fá, hvað sem við lá. — Stundum varð næstum öll fjöl-
skyldan að ganga úr rúmum sínum, er marga næturgesti
har að garði, voru þetta oft sjóhraktir menn eða ferða-
fólk. Þrjú gestarúm stóðu jafnan til reiðu, og var stund-
um ekkert þeirra autt sumarlangt. Þar gistu bæði ríkir
og fátækir, innlendir og erlendir höfðingjar. Og þá voru
húsbændur kátastir, þegar setinn var bekkurinn.
Um heimilið segir síra Sigtryggur Guðlaugsson þetta:
„Það var Jijer eitthvað aðlaðandi afl, sem dró liingað
margan starffúsan mann, en einnig margan þurfaling". —
Síra Sigtryggur á Jijer við, Iive ört l)yggðist kringum þetta
Jn'is á Flateyri, en um liúsmóðurina sjálfa segir hann:
„Fjörið og starfsþolið var óvenjulega mikið, l)æði til sálar
og líkama, stórliyggjan og þorið, er liikaði ei við að ryðja
l)iautir, ef vantaði, eða þóttu eigi viðunandi, örlyndi og
/næmleiki tilfinninganna, sem jafn alvarlega Jiataði dáð-
Jeysi og ódrengskap og elskaði dug og framtakssemi, dáð
og drengskap“.
Eitt. af því, meðal annars, sem frú Maríu var velgefið,
var lijúkrun sjúkra. Kom það sjer oft vel, því að þá var
aðeins einn læknir í allri ísaf jarðarsýslu og hans auðvitað
ekki leitað nema mikið lægi við. — Úr öllu nágrenninu
við Flateyrarlieimilið var æfinlega leitað ráða lijá Maríu,
og ekki hikað við að leita læknis, ef liún taldi þess þörf.
— Yfirsetukonuna aðstoðaði hún við ltverja J)arnsfæð-
ingu í nágrenninu og tók oft við hjúkrun sængurkvenna,
þegar ljósmóðirin þurfti frá að Jiverfa. Kom þá oft fyrir,
að hún sendi allan eldri barnaliópinn af heimili sængur-
konunnar heim á sitt eigið lieimili, og dvöldu þau J)ar
eins lengi og lienni þótti J)örf gerast. Þessu lijelt hún
áfram fram á efri aldur, og er J)að auðskilið, að við all-
mikið var að fást eftir að fjölga tók í þorpinu. Oft tók