Hlín - 01.01.1944, Page 24
22
Hlín
Guðrún, kona Gísla Oddssonar, sem lengst bjó í Lokin-
hömrum, Bjarney, gift Bjarna Kristjánssyni frá Núpi,
fóru Jiau til Ameríku laust fyrir 1890, og Ingibjörg, gift
Friðrik Bjarnasyni, hreppstjóra á Mýrum.
Mýrar voru eitt af glæsilegustu höfuðbólum hjer vest-
anlands. Táldi heimilið oftast 20—30 manns og var orð-
lagt fyrir stjórnsemi, ráðdeikl og gestrisni. Var þangað
oft leitað úrræða og aðstoðar, Jicgar í harðbakka sló hjá
hinum máttarminni, og jafnan með góðunt árangri. Enda
var áður ríkjandi sá aldarandi — einnig hjá hinum fjöl-
mennu og þróttmiklu heimilum, — að hinum máttar-
meiri bæri tvímælalaust að veita lið hinum minnimáttar,
ef veikindi eða önnur óhöpp báru að höndum, svo ið út
af bæri með sjálfsbjörg. Þessi heimili voru að nokkru
leyti í stað sjúkrahúsa og sveitarsjóða nútímans, — en þó
ekki eins reikningsg'lögg.
Það hafá kunnugir sagt mjer, að hjá Guðnýju hafi
snernma komið í ljós óvenjumikið andlegt atgjörvi. sam-
fara dugnaði og fyrirhyggju um heimilisstörf. Mun hún
snemma liafa rnótast af festu og ráðdeild foreldranna og
hinum margháttuðu heimilsstörfum, sem lutu bæði til
lands og sjávar. — Guðmundur faðir hennar var og tal-
inn fróðleiksmaður um marga hluti, og bókasafn átti
hann meira en alment gerðist.
Árið 1804 giftist Guðný sveitunga sínum, Guðmundi
Sigurðssyni, skipstjóra. Stundaði hann aðallega sjó-
mensku sem formaður á ])ilskipi. Hann þótti fríður mað-
ur og gjörvilegur, fáorður en gagnorður, rjettsýnn og
stjórnsamur, svo að jafnan mætti hans forsjá treysta.
Heyrt hef jeg haft eftir Matthíasi Ólafssyni, fyrverandi
alþingismanni frá Haukadal, sem mun eitthvað hafa ver-
ið með Guðmundi til sjós og honum nákunnugur, að
hann gæti tæpast hugsað sjer aðalsblóð renna í æðum
nokkurs manns, ef ekki Guðmundar Sigurðssonar. .
Samhúð Jreirra hjóna þótti hin besta. Annaðist hann