Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 25
Hlín
23
sjávarútveginn og sjósóknina, en á herðum húsfreyjunn-
ar hvíldi að mestu heimilisstjórnin, utanhúss og innan.
Enda var það mál manna, að vel mætti hún með það fara.
Við jörðinni tóku þau hjónin ekki að fullu fyrri en
el'tir 1878, að faðir Guðnýjar andaðist. Var þó fyrst fje-
lagsbú með þeim hjónum og mæðginunum, Guðmundi
Franklín og móður hans. Hafði hann dvalið á Stend í
Noregi í tvö ár við búfræðinám. Hófst nú athafnasamara
líf á Mýrum, en áður hafði þekst þar um slóðir. Guð-
mundur Sigurðsson stundaði sjóinn, líkt og áður, en
heima fyrir var rekinn myndarlegur búskapur og jarða-
bætur unnar í allstórum stíl. Guðmundur Franklín kom
með plóg og herfi frá Noregi. Voru slík áhöld þá óþekt
hjer. Hann plægði og herfaði með hestum og notaði þá
J^egar að einhverju leyti sáðsl jettuaðferðina. Einnig mun
hafa verið í undirbúningi allverulegt áveitufyrirtæki.
Fn Guðmundar Franklín naut ekki lengi við. Hann
andaðist árið 1881, aðeins 26 ára gamall. — Var þá þessi
túnræktunaraðferð úr sögunni, og hófst hún ekki aftur á
Vestfjörðum, svo teljandi væri, l'yrri en eftir 40 ár. eða
um 1920.
Guðmundur Sigurðsson og Guðný tóku nú að öllu við
búsforráðum á Mýrum og munu efni þeirra stöðugt liafa
blómgast. — En nú varð stutt milli stórra högga. — Mann
sinn misti Guðný vorið 1883. Var hann Jiá 49 ára gamall.
Börn höfðu Jiau lijón ekki eignast, utan einn son, Guð-
niund Ágúst að nafni. Hafði hann, Jaegar hjer var komið,
lokið námi í Möðruvallaskóla. Voru framtíðarvonir Guð-
nýjar nú mjög tengdar J)essum syni hennar. F.n liann
andaðist nokkrum mánuðum síðar en faðir hans.
Nú mátti lieita, að þessi þróttmikla og gáfaða kona,
sem enn stóð í blóma lífsins — að aldri til — stæði eftir
eins og vængbrotinn fugl, sem áður hafði að nokkru
auðnast að lyfta sjer hátt og horfa vítt, en hafði nú mætt
þeim áföllum, sem hlutu að lama þrótt hennar og starfs-