Hlín - 01.01.1944, Side 27
Hlín
25
mergjar. Hún var því vel heima í mörgu, íylgdist með
landsmálum og almennum viðburðum, nær og fjær.
Einkum var lienni hugleikið alt það, er snerti kirkjumál
og sk(')la. Hún gerði sjer skýra grein fyrir hveiju og einu
og ljet ógjarnan sinn hlut, eí’ skoðanamunur var. — Hög-
um og háttum sveitarinnar var hún gjörkunnug. Fyrir-
hyggja og ráðdeild var henni óblandin ánægja, hver sem
í hlut átti. Hinsvegar varð svipurinn þungbúinn, ef í tal
bárust athafnalitlir menn, sem virtist skorta bæði \ it og
vilja til að bjarga sjer. — Yrðu efnálítil heimili l’yrir
veikindum, eða öðrum óviðráðanlegum óhöppum, taldi
hún Jrað óskráða skyldu sína og annara, er aðstöðu höfðu,
að veita lið. — Henni var hugþekkast að vandræði væru
leyst með frjálsum framlögum og fórnfúsri fjelagslund
fremur en með álögðum skyldusköttum. Um J)á var
henni lítt gefið, ef henni virtust Joeir úr hófi fram.
Þegar Guðný misti mann sinn, voru þau mjög vel efn-
uð. Mun hún hafa notið nokkurs arfs, þótt systkinin
væru mörg, en mest mun hal’a verið um eigin fjáröflun
að ræða. Hún átti Mýrajörðina, að minsta kosti hálfa,
ásamt 4 eða 5 minni jörðum. Ennfremur part í þilskip-
inu „Guðný“, sem haft var til hákarlaveiða undir stjórn
manns hennar meðan lians naut t ið. — Að Jrví er afgjöld
jarðanna snerti vildi litin jalnan hafa hreina reikninga,
ætíð var hún Jró boðin og búin að greiða götu landseta
sinna í hvívetna. — Verslunarreikninga sína athugaði hún
grandgæfilega, lið fyrir lið, hvort ekkert væri of- eða van-
talið og verðið sæmilegt. — Ef einhver gat Jress, í hennar
áheyrn, að hann hefði keypt eitthvað í reikning, án Joess
að spyrja eða vita livað það kostaði, ljet hún í ljósi van-
þóknun sína yl’ir Jreim verslunarhætti. — „Það átt J)ú
aldrei að gera,“ sagði hún, „að kaupa það sem þú veist
ekki hvað kostar.“
Eins og áður er getið, var Guðný mjög stjórnsöm og
þó nærgætin á heimilinu. Skorti þar eigi heldur eftirlit