Hlín - 01.01.1944, Side 28
26
Hlín
með útiverkum. Að vetrinum gekk hún því nær daglega
um fjós og ijóshlöðu. Fjárhúsin voru flest nokkuð langt
frá bænum. Alltaf fór hún þó í þau. En tvær voru aðal-
ferðir liennar. Var þá venjulega skoðað holdafar fjárins,
fóðurbirgðir og öll umgengni.
Talsverðar kröfur þótti hún gera til lijúa sinna. Ifins-
vegar var henni viðbrugðið fyrir umhyggju og nærgætni
í þeirra garð. Ilún hafði sjerstakt lag á því að vernda inn-
byrðis velvild og frið liins fjölmenna heimilis. — Eins og
gefur að skilja gat oft borið á milli, var hún þá oftast
sjálfkjörinn sáttasemjari. Gekk það svo ekki einasta, með-
an hún stjórnaði stóru búi, heldur til hins síðasta. —
Ant var henni um, að hjú hennár eignuðust eitthvað og
yrðu að manni, og hvenær sem eitthvert þeirra hóf sjálf-
stæða stöðu, mátti það eiga vísan stuðning hennar, nreð
ráðum og dáð. — Kom þá fyrir, að hún var stórtæk í
meira lagi. Þannig gaf hún vinnumanni sínum, og að
nokkru uppeldissyni, eina af jörðum sínuin, er hann hóf
þar búskap. Gjöfin var að vísu á nafn sonar hans, sem þá
var kornungur. Með því mun luin hafa viljað stuðla að
því, að jörðin hjeldist sem lengst í þeirri ætt.
Þá gaf liún og systurdóttur sinni ungri liálfa Mýrajörð-
ina. Mun það liafa verið löngun hennar og von, að þessi
systurdóttir mætti skipa þar húsfreyjusætið, er fram liðu
stundir. En atvik rjeðu því, að af því gat ekki orðið. —
Smágjafir hennar til vandalausra, sem efnalega áttu í vök
'að verjast, voru óteljandi, bæði meðan búskapur hennar
var í blóma og eftir það. Þá vaf og gestrisni hennar rónr-
uð, eins og áður er vikið að. Átti hún einnig mikinn þátt
í móttöku gesta eftir að hún að mestu ljet af búskap. —
Þeirri venju hjelt hún og til hins síðasta að gefa öllu
lieimilisfólkinu daglega hádegiskaffi.
Húsfrú Guðný var trúhneigð kona. Næstunr ætíð fór
hún í kirkju, þá er messað var á Mýrunr. Kirkjan var
bændakirkja. Hafði Guðný fjárlrald hennar og alla unr-