Hlín - 01.01.1944, Page 31
Hlín
29
til hennar. Engin amma
held jeg hafi átt meiri
ást af barnabörnum sín-
um, stórum og smáum,
en hún. Ungviðinu er
þannig farið, að það
dregst að yl og ljósi.
„Maðurinn lifir ekki af
einu saman brauði",
sagði meistarinn forð-
um, og það vitum við
öil að' er satt. Mannssál-
in þarfnast næringar,
skilnings og samúðar
meðbræðra okkar, hún
þarfnast gleði og vonar,
og litin þarfnast trúar.
Eftir þessu leitar barns-
sálin fyrst og fremst
ósjálfrátt, og án þess að vita það, að mjer virðist. Mjer
fanst sterkri hlýju og gleði stala ríkulega frá Horgliildi,
en engin manneskja, sem ekki trúir á þroskaðri tilveru-
stig en jarðlífsskeið vort mun hafa mikilli, andlegri nær-
ingu að miðla öðrum.
Ekki var það þó svo, að andviðri lífsins gengju framhjá
Borghildi, margskonar barátta við andleg og líkamleg
viðfangsefni, og að ýmsu leyti erfiðari en alment gerist,
voru hlutskifti hennar. En Borghildur var ein þeirra. sem
vaxa við hverja raun. Hún var óvenju þroskuð kona, en
jeg hygg að þeim þroska hafi hún einmitt náð vegna þess,
hve oft bljes á móti henni og hún fjekk að reyna á kraft-
ana til liins ýtrasta. Hún var einhver sú ástríkasta rnóðir
sem jeg hef kynst, enda unnu börn hennar henni heitt
á móti. Það var yndislegt að horfa á hana í hópi þeirra,
ásamt liarnabörnum og tengdabörnum, sem unnu .henni
Borghildur Þórðardóttir.