Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 34
32
Hlín
Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs!
Ræða á Boðunardag Maríu.
Lúk. 1. 26.-29.
Því aðeins hefur guðspjallasagan mikla og alvarlega
trúarlærdóma að flytja kristnum mönnum, að hún er
sagan um það, hvernig mannssálin stendur á öllum öld-
um frammi fyrir Guði sínum í gleði og sorg, hvernig
Guð talar við mennina og hvernig þeir eiga að svara
boðskap hans. Enginn skyldi hugsa, að þessi kveðja, sem
engillinn flytur Maríu frá Nasaret, sje henni einni ætl-
uð! Hún er flutt öllum (iðrum mæðrum. En spurningin
er aðeins sú, livort þær eru jafn hlustarnæmar á kveðju
höfuðengilsins og María guðsmóðir var. Hvort þær hafa
fylst hinni sömu auðmýkt, fognuði og angist! Hvort Jiær
hafa tekið að hugleiða hvílík Jæssi kveðja er!
Þeir tímar munu liala verið, og munu allir þékkja til
Jiess hugsunarháttar, þegar móðurhlutverkið var næstum
því talið syndsamlegt athæfi, einskonar veikleiki liolds-
ins, sem Guð aðeins fyrirgæfi mönnunum af mikilli misk-
unnsemi sinni. Stafar sú villa frá miðöldum, er menn
hugðust að bjarga sál sinni með heimsflótta og deyðingu
holdsins. Svipaðar hugmyndir voru hjá aljiýðu manna
bundnar við kirkjuinnleiðslu kvenna eftir barnsburð.
Talið var, að konurnar væri óhreinar og mættu ekki
ganga í guðshús, fyr en búið væri að biðja fyrir Jieim af
stólnum. Einkum var Jdó brot konunnar talið alvarlegt,
ef afkvæmið var ekki tilkomið samkvæmt öllum lögum
og reglum þjóðf jelagsins, það er að segja í heilögu hjóna-
!>andi, og þarf ekki að lýsa J)ví, hvað’ slíkir ómannúðlegir
hleypidómar hafa aukið á angist og erfiðleika þeirra
mæðra, sem þanriig var ástatt um, og hafa þær [)ó venju-