Hlín - 01.01.1944, Side 35
Hlín
33
legast haft ærna áhyggju um sinn hag, þó að ekki bættist
ofan á fyrirlitning mannanna.
Það þarf naumast að taka það frani nú, að þesskonar
hugsunarháttur er bygður á stórum misskilningi. Kirkju-
innleiðslan var leifar af hreinsunarsiðum Gyðinga, sem
ákvæði voru um í Móselögum, og voru þeir fyrst og
Iremst framkvæmdir al heilsufarslegum ástæðum, meir
en trúarlegum.. Kirkjan hefur heldur aldrei skilið inn-
leiðsluna svo, að í henni fælist ásökun í garð móðurinn-
ar. Frá kirkjunnar hálfu var hún framkvæmd, sem þakk-
arbæn til föður lífsins l’yrir móðurinni og afkvæmi henn-
ar, þakkarbæn fyrir það, að hún skyldi komast heilsu-
samlega frá barnsfæðingunni, sem æfinlega er nokkuð
áhættusöm lífi hennar, og var það þó enn meir á þeim
tímum, þegar læknisvísindi voru komin skamt á veg,
svo að meiri hlutinn af öllum börnum, sem fæddust;, dóu
í vöggu, og tiltölulega mikil hundraðstala allra mæðra
týndi einnig lífinu fyrir móðurhlutverk sitt.
Með þessa baksýn í huga var kirkjuinnleiðslan ekki
jafn fráleitur og óeðlilegur siður og oss kann nú í fljótu
bragði að virðast, einkum ef tekið er tillit til hins aljrýð-
lega misskilnings, sem við hann var bundinn.
Um hjónabandið er Jrað að segja, að Jrað er öllu frem-
ur rjettarfarsleg en trúarleg stofnun. Það er í sjálfu sjer
ekkert syndsamlegra, að eignast afkvæmi utan hjóna-
bands en innan, allra síst af liendi móðurinnar, sem með
Jdví móti fórnar ætíð meiru og tekur á sig rneiri ábyrgð.
En af hinu megurn vjer Jrá heldur ekki missa sjónir, að
því aðeins hafa menningarþjóðir tekið upp Jressa skipan
málanna, að Jrær telja hana hina æskilegustu og hagan-
legustu, sem fundin hefur verið, til að tryggja öryggi
mæðranna og uppeldi barnanna síðar meir. Er Jretta ekki
aðeins viðurkent af kristnum þjóðfjelögum, heldur er
óhætt að segja, að ahar menningarþjóðir heims hafi
3