Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 37
Hlín
35
ganga á snið við, að vera að stofna til hjónabands. Hitt er
miklu frjálslegra og eðlilegra að lifa saman í frjálsum ást-
um á meðan menn hafa löngun til, og þá líka auðveldara
að skilja, ef samkomulagið fer útumþúfur, endaheimsku-
legt að vera að húa saman, ef alt leikur ekki í lyndi. Þess-
ar röksemdir eru oft bornar fram af grunnhygnu fólki.
F.n málið er nú í ratin og veru ekki svona einfalt. Það
er að vísu satt, að það er auðveldara að skilja — fyrir
karlmanninn! Hann getur n. I. hlaupist hurt frá öllu
saman, konu og kannske mörgum börnum, án þess kon-
an eigi nokkurn rjett á hendur honum, nema þá til lög-
boðins meðlags með börnunum. Og ef hann deyr, á hún
ekkert tilkall til arfs eftir hann, nema það liafi verið trygt
með sjerstökum samningi.
Það er því í fyrsta lagi óhyggilegt fyrir konuna, að
stofna til slíks samfjelags, án alls rjettarfarslegs örvggis.
í öðru lagi er það ekki fullur drengskapur frá manns-
ins liendi að hliðra sjer hjá því að gera rjett og sóma
jx'irrar konu sem rnestan, sem hann læst unna svo mjög,
að hann vilji búa saman við hana og láta hana ala sjer
börn. Jafnvel í heiðnum dómi var slíkt kallað að taka
konu frillutaki, og þótti jiað ein hin mesta ósæmd, sem
henni var ger. Því að með þessu móti er henni ekki trygt
fullkomið rjettlæti og jöfnuður.
Konan hlýtur því æfinlega, við slíkan skilnað, að bera
skarðari hlut frá borði en maðurinn, og er Jxið Jieim mun
ranglátara, sem hún hefur meira í sölurnar lagt. Maður-
inn getur stofnað sjer nýtt heimili, ef honum sýnist svo,
og greitt fyrir æfintýri sitt með nokkru peningagjaldi,
eða látið hrepp eða bæjarfjelag gera það. Konan ’tefur
venjulegast bundið starfskrafta sína æfilangt við upp-
eldi barna sinna.
Enn er á það að líta, að ekki er víst, og reyndar alveg
óvíst, að sá sje ætíð öruggasti gæfuvegurinn að geta
hlaupist sem auðveldlegast burt frá vandkvæðum sínum,
3*