Hlín - 01.01.1944, Page 41
Hlín
39
Sannarlega er það spámannlegt augnablik fyrir konu,
er hún veit að hún á að verða móðir — spámannlegt
vegna þess, að þessi tilraun að lifa hefir svo oft mistekist
og orðið að þeim dauðans harmleik, sem oss er öllum
kunnugt.
En með hverju einstaklingi, sem fæðist, opnast nýr mögu-
leiki, kemur nýtt tækifæri, að betur megi takast en áður.
Verður það frelsari heimsins í einhverri mynd, sem fæð-
ist, eða bara eitthvert jafn fárátt, hrösult og blint manns-
ins barn, eins og þorri þeirra, sem áður hafa lifað sjer
til mæðu og ófarnaðar á jörðinni?
— Er það þá að furða, að kvíði og jafnvel angist geti
blandast í von og gleði móðurinnar, er hún fer að hug-
leiða hvílík Jressi kveðja liöfuðengilsins er, {Degar hann
flytur henni þann boðskap, að drottinn bafi af náð
sinni útvalið liana, til að eiga þátt í örlögum framtíðar-
innar gegnum afkvæmi sitt?
Vér trúum því, að tilgangur sköpunarverksins sé stöð-
ugt meiri fullkomnun lífsins á jörðinni að viti og kær-
leika.
Smátt hefur unnist, hægt hefur Jiokast áfrain í Jjessa
átt, Jró að ár og aldir hafi liðið og kynslóð hafi tekið við
at kynslóð, Jrví að svo fáir haí'a lyft höfðinu hærra en
múgurinn, sem lifði og dó á undan. En Jrað sem þó, þrátt
fyrir alt, hefir miðað áfram í andlegri hugsjón og verk-
legri menningu, — hvert framfaraspor, hver mannúðar-
hugsun, sjerhver umbótaviðleitni, — þetta á rætur sínar
að rekja til einstaklinga, sem risið liafa yfir flatneskjuna,
einstaklinga, sem gæddir voru brýndari vilja, heitari þrá
til að göfga og bæta þetta mannlega líf.
IJað eru menn, sem öðlast ltafa meiri yfirsýn yfir mann-
anna mein, liafa skarpara auga fyrir vesaldóminum og
sofandahættinum, og hvarvetna eru reiðubúnir til að
gangast á hólm við örðugleikana og sigra þá.