Hlín - 01.01.1944, Page 44
42
Hlin
ust, því að skynsamleg athugun sagði mönnum, að sjald-
an íjelli akarnið langt frá eikinni. Urðu þá oft bráðar til-
finningar að víkja fyrir þessum sjónarmiðum, og fór þó
ráðahagurinn að jafnaði ekki ver en nú gerist. Þó að
kornið gæti það fyrir, að slíku foreldravaldi væri stund-
um ómannúðlega beitt, þá er það Jró ýmislegt, sem mælir
með því, að líkur sjeu til, að foreldrar hafi betra vit á því
yfirleitt, vegna víðtækari lífsreynslu, að gifta börn sin, en
þau hafa sjálf, og að minsta kosti sje skynsamlegt að hafa
þau með í ráðum. — Lítt þroskaðir og óreyndir unglingar
hlaupa venjulegast eftir stundartilfinningum sínum, vit-
andi ekki það, að tilfinningarnar hjaðna oft fljótt eins og
bóla eða vindský. Mannkostirnir einir eru það, sem
hjónaböndin standa eða falla með, og sú gleði, sem menn
koma til að hafa af börnum sínum.
En hvað sem vjer eigum um þetta að segja, þá er það
álit ágætra sagnlræðinga, sem athugað hafa málið, að hið
sjaldgæfa mannval mikilhæfra og gáfaðra manna, er þjóð
vor átti á fyrstu öldum sögu sinnar, hafi ekki síst verið að
þakka þeirri forsjá og umhyggju, er ættin bar fyrir ein-
staklingunr sínum að þessu leyti. Vegna þessarar venju
hafi orðið hjer meiri kyngöfgun, en ella megi búast r ið,
þar sem þetta atriði sje ekki að neinu athugað.
Er það og álit margra fræðimanna, að með því að
hyggja ger að, hvernig stofnað er til einstaklinganna,
mundi á skömmum tíma mega láta menninguna taka
meira stökk fram á við, en allir skólar og uppeldisstofn-
anir mundu fá áorkað á heilli öld.
Hjer er því áreiðanlega mikilsvert atriði, sem móðirin
þarf að hugsa um, vilji hún gera lífinu mikla þjónustu
með starfi sínu. Móðurhlutverkið verður að vera leyst af
höndum með alvöru og viturleik. Annars verður heimur-
inn aldrei frelsaður.
Þetta er það, sem guðspjall dagsins í dag boðar oss. Það