Hlín - 01.01.1944, Page 45
Hlín 43
hefur eins og sjerhvert annað guðspjall mikinn og áríð-
andi boðskap að flytja.
Þetta guðspjall virðist í l'yrstu vera fagnaðarboðskapur,
einskonar fyrirboði jólahátíðarinnar. Merkilegt kann þá
að virðast, að því skuli vera stungið inn í föstuboðskap-
inn og flutt á þessuin alvörutímum kirkjunnar, sem fast-
an er. En við nánari athugun sjáum vjer, að í ótta og ang-
ist Maríu er líka fólgin forspá pínunnar og dauðans. Við
þessa móður var einnig sagt: „Sverð mun nísta sálu þína!“
Þannig fjell einnig skuggi krossins yfir hana frá önd-
verðu, því að öll sönn mikilmenni verða að einhverju
leyti' að láta krossfestast fyrir sinn lýð Heimskan og
grimdin gerir æfinlega hróp að hinum rnestu velgerða-
mönnum mannkynsins.
Og ef til vi 11 er það ekki síst vegna þess, hvað upphefð
manngöfginnar er venjulega \anþökkuð, öfunduð og
hötuð, sem svo fáir finna livöt hjá sjer til að sækja á
brattann — en svo margir eru ánægðir með að lifa and-
varalausu og hirðulausu flatneskjulífi, án þess að hlusta
á básúnuhljóm höfuðengilsins Gabríels, þegar hann ber
stór fyrirheit og fagnaðarríkan boðskap til mannanna
barna.
Benjamín Kristjánsson.
Uppeldismál.
Ræða flutt við vígslu sumardvalarheimilis Siglfirðinga,
„Sólgarða“ í Fljótiim, í júnímánuði 1943.
Það eru víst ein 15—16 ár síðan fyrst var vakið nráls á
því innan kvenfjelagsins „Von“ á Siglufirði, að nauðsyn-
legt væri að hefjast handa um að koma siglfirskum börn-
um eitthvað burt úr bænum á sumrin, burt úr göturyki,
kolareyk og síldarbrækju, — eitthvað þangað, sent Jrau