Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 46
44
Hlín
gaetu uotið gróðursins og lifað rólegu og reglubundnu
lííi. En það var hvortveggja: Við vorum ekki viðbragðs-
liarðar, enda hafði fjelagið þá ýmislegt annað á döfinni,
en fjárhagurinn þröngur. Þó leið ekki á mjög löngu, áður
en lítil tilraun var gerð í þessa átt. Fyrst með því að starf-
rækja barnaheimili yfir síldartímann í húsi og á lóð
fjelagsins í bænum. Þar voru börnin þó að minsta kosti
í urnsjá góðs kennara og á grasbletti. Síðar var leigt tún
frammi í firði og tvær litlar stofur og eldhús fengust í
lnisi þar fyrir matreiðsluna, en að öðru leyti var bjargast
við tjald.
Haustið 1938 tók fjelagið sjer land á leigu fyrir innan
bæinn, girti það þá þegar, og kom sjer þar upp skýli vor-
ið el'tir. Á þessu dagheimili, sem hlotið hefur nafnið
„Leikskálar", liafa nær 70 siglfirsk börn dvalið síðan á
hverju sumri urn 2ja mánaða skeið.
Okkur var það strax Ijóst, að þó að þetta daglieimili
bætti talsvert úr brýnustu þörfinni, bæri að keppa að því,
að koma upp fullkomnu sumardvalarheimili í sveit fyrir
siglfirsk börn. Altaf eru mörg heimili svo sett, að þeim
nægir ekki þó barnanna sje gætt mestan lduta dagsins.
Opinberlega var þessu fyrst hreyft í blaðagrein 1935,
eða um sama leyti og hrundið var af stað hreyfingunni
um Skarðsveginn. Var í þeirri grein einmitt bent á þá
leið, sem nú hel’ur verið farin, að Siglufjörður og Fljót
slægju sjer saman um hyggingu, þannig, að sameinað
yrði sumardvalarheimili barna og heimavistarskóli, og
hygt á heitum stað. Þó var varla gert ráð fyrir, að þetta
mætti takast fyr en bílfært væri orðið yfir Skarðið og
þannig tengdir saman þessir tveir aðilar, Sigluf jörður og
Fljót, sem ættu og þyrftu að hafa margt saman að sælda,
og vera livor öðrum til stuðnings á margan hátt, en geta
það ekki enn, sökurn hinna torveldu samgangna.
Það sást nú bráðlega, að biðin eftir því, að Skarðsveg-
urinn yrði fullgjör mundi verða helst til löng. I Kven-