Hlín - 01.01.1944, Síða 49
Hlín
47
Einn ískyggilega dimmur skýflóki hefur verið að smá-
færast yfir landið síðustu áratugina, og þó allra mest nú.
Sveitirnar tæmast óðum af fólki, en að sama skapi eykst
mannbergðin í kaupstöðunum. Jeg get ekki annað sagt
en að mjer ógnar tilhugsunin um það, ef svo á að fara, að
flest íslensk börn alist upp í kaupstöðum. Jeg er hrædd
um að því sje of, lítill gaumur gefinn, liver áhrif það
mundi liafa á þroska þjóðarinnar, þol hennar og víðsýni,
og þó ef til vill alveg sjerstaklega, hver áhrif það mundi
hafa á tunguna, móðurmálið okkar góða, ,,hið mjúka og
ríka“.
Hinn ágæti skólamaður, Björn Guðfinnsson, sem allra
manna mest liefur kynt sjer íslenskt málfar, telur orða-
forða íslensku kaupstaðarbarnanna svo lítinn og fáskrúð-
ugan, að stórt áhyggjuefni sje, orðaforði þeirra muni
vera alt að því þriðjungi minni en orðaforði barna, sem
alist upp við fjölbreytni sveitalífsins. — Mjer þykir ekki
ólíklegt, að hlutföllin milli andlegs þroska og víðsýnis
sveitabarna og kaupstaðabarna, þeirra, sem rnikinn hluta
uppeldis síns hafa á götunni, sjeu eitthvað svipuð.
Það getur ekki verið eintóm tilviljun, að flestir kjarn-
viðir íslensku þjóðarinnar hafa vaxið í fjallaskjólinu upp
til sveita, — vaxið eins og björkin „upp af bergi, barin
veðrum, nærð á fjallamergi". — Þar hafa sálir flestra
mætustu íslendinga orðið á bernskuárunum fyrir þeim
áhrifum af tign og fegurð náttúrunnar, af gróðri jarðar-
innar og af samvistum við húsdýrin, sem aldrei síðan hafa
máðst.
Sumardvalarheimilin gera ekki það, sem þau eiga að
gera, ná ekki tilgangi sínum nema að hálfu leyti og varla
það, ef þau sjá börnum sínum ekki fyrir hinum hollu
áhrifum íslensks sveitalífs. Hjer á að vera tækifæri til
þess. Skólinn og heimilið hafa hjer 5 hektara lands, sem
alt mun vel fallið til ræktunar, hjer er gnægð jarðhita og
beitiland gott. Hjer er útsýni jöfnum höndum til sjávar