Hlín - 01.01.1944, Side 50
48
Hlín
og sveita, og æt-ti að vera liægt um vik með afurðir frá
hvorum tveggja. Hjer er umfram flest annað áríðandi að
húsráðandinn sje góður bóndi, og sumargestirnir litlu
verða að fá að kynnast öllum störfum íslenskra sveita-
bæja og taka þátt í þeim eftir sinni getu. Með tímanum
eiga ])au að koma hingað fyr á vorin, en nú gera þau, og
hjálpa þá til að hreinsa tún, sá í garða, bera til dyra,
kljúfa tað, vera vinir allra húsdýranna o .s. frv. Og jeg
veit að þau koma aftur til foreldranna betri og þroskaðri
börn en ella, og jeg veit líka, að það f’er aldrei svo, að ekki
verði nokkrir úr liópnum, sem f’esta það yndi við sveita-
störfin, að þangað leiti hugurinn síðar meir, þegar velja
á framtíðarstarf og lífsstöðu.
Haganeshreppsbúar og aðrir Fljótame'nn! — Hjeðan af
munu nú á hverju sumri koma til ykkar allmargir, litlir
farfuglar, auk þeirra venjulegu: Við nábúar ykkar hinum
megin við fjallið, felum ykkur þá og treystum gestrisni
ykkar og góðvild. Látið sumarheimilið og litlu sumar-
gestina njóta vináttu ykkar, hlýrra óska og góðra fyrir-
bæna. — Með þessari byggingu hefur hafist samstarf okk-
ar nábúanna. Það skiftir miklu máli fyrir báða að vel tak-
ist um það, því samskiftin þurfa að koma á mörgum fleiri
sviðum. Kappkostum af alefli að láta þau öl 1 vera drengi-
]eg 0g góð.
Þessu heimili hefur verið valið nafnið Sólgarðar. —
Að þetta nafn er valið, mun sprottið af þeirri sameigin-
legu ósk allra, er lilut eiga að máli, að hjer megi sól ávalt
skína í heiði. Þessi staður liggur að vísu vel við sól, en bú-
ast má við mörgum dimmviðrisdögum. En þá þarf að
kunna þá list.sem er öllum listum æðri.að bún til sólskin.
Og nú get jeg ekki stilt mig um að ljúka máli mínu
með því að rifja upp lítið hversdagslegt atvik frá barn-
æsku minni, sem þó hefur orðið mjer óþrotlegur sól-
skinsgjafi æ síðan, eða í rúm 50 ár.