Hlín - 01.01.1944, Page 51
Hlín
49
Það var stór grenjandi hríð. — Pabbi og vinnumenn-
irnir brutust í fjárhúsin, tveir og tveir saman, því að
varla þótti fært einum manni. Illviðrið buldi með heljar-
þunga á þakinu og hvein við gluggana og í strompinum.
Okkur krökkunum var kalt og við vorunr hrædd við
óveðrið. Allar sögur um menn, sem höfðu orðið úti í
hríðum, rifjuðust upp fyrir okkur. Hræðslan og ömur-
leikinn lögðust svo þungt á okkur, að við fórum að skæla.
Við höfðum ekki einu sinni rænu á að hlusta á sögurnar
ltennar mömmu, sem venjulega voru þó það allra skemti-
legasta. En nú höfðum við enga eirð í að sitja kyr. — Þá
segir mamma, ,,að nú sje best að búa til sumar og sól-
skin“. — Þetta þótti okkur svo skrítið, að við rákum upp
stór augu og þurkuðum burt tárin í skyndi. En mamma
sagði, að við skyldum sækja litlu hrífurnar okkar fram í
skála, og svo skyldi hún lána okkur stóra togpokann sinn.
Toginu mættunr við dreifa um alt baðstofugólfið og Iiafa
jrað fyrir hey. Þetta þótti okkur auðvitað þjóðráð. Vinnu-
konurnar nöldruðu eittlivað um, að aldrei á sinni lífs-
fæddri æfi hefðu þær vitað annað eins, og hvernig allir
skapaðir hlutir væru látnir eftir þessum krökkum, en
því skeyttum við vitanlega ekki neinu. — Og að vörmu
spori voru hrífurnar komnar inn og ullardreifin um alt
gólfið. Við rökuðum, rifjuðum, sættum og bundum.
Stúlkurnar hættu að nöldra og fylgdust af áhuga með
heyvinnunni. Enginn heyrði lengur til liríðarbyljanna
og vitanlega var engum kalt í glaða sólskininu!
Alt í einu opnaðist híerinn yfir baðstofustiganum og
pabbi rak höfuðið upp um lúkugatið, allur fannbarinn,
með klakaklepra í skegginu og sagði brosandi:
„Nú, það vantar ekki sólskinið í bæinn, þó að kulda-
boli Iiamist úti“.
Síðan hefur mjer altaf verið ljóst, að það er hægt að
búa til sólskin. Það eru bara alt of fáir, sem hafa lag á því,
og viljinn til þess er stundum líka of h'till,
4