Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 52
50
Hlín
Besta kveðjuósk þjóðskáldsins okkar ágæta, Jónasar
Hallgrímssonar, var: „Sólin blessuð vermi þig“. Mig
langar til þess að gera þessa ósk hjer að minni.
Sólin blessuð vermi jafnan þetta heimili! Sólin blessuð
vermi litlu sumargestina! Sólin blessuð vermi skólabörn-
in! Sólin blessuð vermi þau öll og þó einkum sálir þeirra,
svo þau nái sem fylstum þroska til blessunarríks starfs
fyrir land sitt og þjóð.
Guðrún Björnsdóttir, Siglufirði.
Húsmæðrafræðsla.
Eftir Helgu Sigurðardóttur, forstöðukonu
Húsmæðrakennaraskóla íslands.
Mismunandi skoðanir eru ríkjandi meðal karla og
k'venna urn það, hvert starfssvið konunni skuli markað í
þjóðfjelaginu. — Mikið hefur verið ritað og rætt um þetta
mikilvæga mál og misjafnir dómar feldir. — Langar mig
til að leggja þar orð í belg og láta í Ijós skoðun rnína, því
að jeg álít að öllum þeim, er við húsmæðrafræðslu fást,
beri skylda til þess að íhuga þetta deilumál gaumgæfilega
og taka ákveðna afstöðu til þess.
Að mínum dómi á heimilið að vera starfssvið giftu kon-
unnar, og hún á að helga því alla starfsorku sína. Það er
andlegt- og fjárhagslegt tap fyrir hvert það heimili og
hverja þá fjölskyldu, senr fer á mis við stjórn og óskifta
umhyggju góðrar húsmóður. — Skyldur húsmóðurinnar
eru margar og mikilvægar, en fyrst og fremst skal hún sjá
um það, að heimilið sje vel hirt, og alt heimilisfólkið fái
holla, góða og rjett samsetta fæðu. Sjerstaklega er þetta
þýðingarmikið, þegar börn og unglingar eiga hlut að
máli, því að vitað er, að ófullkominn aðbúnaður barna
og unglinga á uppvaxtarárum þeirra eða skortur á vissum