Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 54
52
Hlín
Þá koma skólaárin, og dóttirin verður að verja nokkr-
um tíma daglega í bóklegt nám, en það er engu síður
hyggilegt að samhliða náminu hafi hún einhverjum
ákveðnum störfum að gegna á Iieimilinu. — ÖIl stúlku-
börn hafa frí frá námi a. m. k. 4—6 mánuði ársins og þann
tíma geta þær talsvert unnið að heimilisstörfum.
Barnaskólarnir á Akureyri og í Revkjavík hafa það
fram yfir aðra barnaskóla landsins, að þar eru skólaeld-
hús, og allar stúlkur á aldrinum 12—14 ára fá kenslu í
matreiðslu og heimilisstörfum einu sinni í viku, 4 klst. í
hvert sinn. — Hvert stúlkubarn fær því um 112 klst.
kenslu á vetri í tvo vetur, eða 224 klst. samtals, og er þetta
mikilvæg undirstöðumentun. — Á þessum árum hafa
litlu stúlkurnar mjög mikla ánægju af því að húa til mat,
og ef þeim áhuga er haldið við á heimilunum, og þeim
leyft að sýna hvað þær geta, {rá margfaldast löngunin til
frekara náms. — Stúlkubörn, sem alast upp í sveitum
landsins og minni kauptúnum, eru útilokaðar frá þessari
nauðsynlegu undirstöðufræðslu, en hvert stúlkuharn,
hvar sem er á landinu, verður að eiga kost á að njóta
ókeypis kenslu í matreiðslu á aldrinum 12—15 ára, enda
órjettlátt að slíkt sje hnndið við ákveðna landshluta.*)
Nú eru 8 húsmæðraskólar starfræktir í landinu og 3
hin umræddu barnaskólaeldlnis. — Talað er um að fjölga
skólaeldhúsunum, og á næstu árum rísa væntanlega upp
2—3 húsmæðraskólar í viðbót, en þó að svo verði, er þess
ekki að vænta, að fræðsla frá þessum stofnunum nái til
allra uppvaxandi kvenna. — En úr því má mikið bæta
með farkenslu í matreiðslu fyrir 12—15 ára stúlkuhörn,
ungar stúlkur og húsmæður. — í öðrum löndum er það
talið nauðsynlegt að hafa farkenslu, þó húsmæðraskól-
arnir sjeu margir og mörg skólaeldhús. — í strjálhýlinu
*) Barnaskóli Sauðárkróks hefur 2—3 sl. ár haft matreiðslu-
kenslu í efstu deildum skólans. — Ritstj.