Hlín - 01.01.1944, Síða 56
54
Hlín
sækja með gleði vatn eða skvetta út skólpi, ef þær aðeins
fá að matbúa.
Jeg tel brýna nauðsyn á því að hefjast nú þegar handa
um aukna húsmæðrafræðslu fyrir stúlkubörn, því nú nýt-
ur aðeins V$ hluti af öllum 12—14 ára börnum í landinu
nokkurrar hússtjórnarfræðslu ,og við svo búið má ekki
lengur standa. — Stúlkur á þessum aldri eiga fullan rjett
á slíkri fræðslu, sem er undirstaða að mentun til þess æfi-
starfs, sem bíður þeirra, og áhuga fyrir þessum störfum
þarf að vekja þegar á unga aldri og hlúa síðan að honum
eftir því sem föng eru á.
Jeg álít það sjálfsagða skyldu þjóðfjelagsins að hjálpa
móðurinni til þess að beina hug hinnar uppvaxandi
kvenjrjóðar inn á þær brautir, er liggja að heimilisstörf-
unum.
Að endingu vil jeg óska þess, að allar húsmæður finni
ánægju í þeim störfum, er j:>ær vinna á heimilum sínum
og liafi enga löngun til þess að leita eftir fösturn störfum
utan heimilis. — Jeg vona að þær verði trúar jDeirri köll-
un sinni að vera húsmæður og mæður, og stjórni sjálfar
heimili sínu með hagsýni og dugnaði, íslensku jDjóðinni
til heilla og hinni uppvaxandi kynslóð til farsældar.
Heimilisguðrækni.
Erindi flutt á Sambandsfundi ausfirskra kvenna
á Hallormsstað haustið 1943.
Þetta málefni, sem jeg ætla að tala um hjer, mun ekki
vera talið heyra til stefnuskrá Sambandsins og jafnvel
ekki fjelagsdeildanna, en þó er það hverri einustu hús-
móður viðkomandi, hvort sem heimili hennar er stórt
eða lítið. Það er um þörfina á því að efla heimilisguð-
rækni.