Hlín - 01.01.1944, Page 58
56
Hlín
Það er til stutt, en sönn frásaga um það, hversu iniklu
góður barnsvani getur til vegar komið: „Það var einu
sinni guðhrædd móðir, er vandi einkason sinn á það að
segja ætíð, er hann byrjaði eitthvert verk: ,,í Guðs nafni“,
og þó sagan geti þess ekki hefur hún eflaust innrætt hon-
um guðsótta og góða siði á allan hátt. — Móðirin dó,
meðan sonurinn var í bernsku og smásaman sljófgaðist
þessi vani, og er pilturinn var fullorðinn gleymdist hann
alveg. Og því miður breyttist líka framferði lians alger-
lega og hann varð gjálífur æskumaður, uns spillingin
náði svo föstum tökum á lionum, að hann varð glæpa-
maður, fyrirlitinn af öllum mönnum. Fanst honum þá
lífið vera sjer óbærileg byrði, og eina úrræðið væri að
ráða sjer bana. Fór hann á afvikinn stað og ætlaði að
skjóta sig, en um leið og hann lyfti byssunni að liöfði sjer
kom gamla orðtækið ósjálfrátt í lmga hans: „í Guðs
nafni". — Hann ljet byssuna síga, þetta verk var ekki
liægt að fremja í Guðs nafni, og nú vaknaði minning
móður lians með tvöföldu afli. Hún hafði áreiðanlega
unnið öll verk sín í nafni þess Guðs, er hún treysti. og
orðið mörgum mönnum til góðs. — Og í stuttu máli sagt,
ungi maðurinn breytti stelnu sinni, og líf hans varð eftir
það honum sjálfum og öðrum mönnum til blessunar".
Jeg er komin á efri ár og get með sanni sagt: „Alt gerði
Guð minn við mig vel, það vottar liðin æfi“, því velgerð-
ir hans mjer til handa eru óteljandi, en sú velgerð hans
að gefa mjer guðrækna foreldra er mjer sælust og björt-
ust endurminning. — Þegar yngsta systir mín fæddist,
var jeg átta ára, það var á laugardag, og mjer er það enn
í fersku minni livað mjer fanst það velviðeigandi og Jivað
svipur íöður míns var bjartur og hreinn, er liann við hús-
lesturinn daginn eftir byrjaði gamla sálminn: „Ó, þó jeg
liefði þúsund munna þig að vegsama Drottinn minn, mín
veika lofgerð myndi ei kunna að mikla nóg föðurvelgern
þinn“. — Eða þegar jeg síðast á kvöldin fór út með