Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 59
Hlín
57
niömmu, þegar Iiún lokaði bænum (það gerði hún venju-
lega sjálf) og mælti þá ætíð fyrir munni sjev: „Blessa þú
Drottinn bæ og lýð, blessa oss nú og alla tíð. Blessun þína
oss breið þú á, blessuð verður oss hvíldin þá“. — Það var
friður og öryggi í sál minni þ:i og jeg fann gerla til ná-
lægðar Guðs.
Allir fullorðnir menn finna til þess, að nú eru alvöru-
þrungnir tímar, það er meiri þörf en nokkru sinni áður
að minnast bænar skáldsins: „Verði vaxandi þjóðlíf með
Jtverrandi tár, er jrroskast á guðsríkis braut“. Og að
hjálpa til þess, að þjóð \or öðlist Jíá gæfu, treysti jeg
konunum best.
Austfirsk kona.
Einstaklingm inn og heimilið.
Þegar jeg hugsa um Jtað gildi, sem hver einstakur mað-
ur hefur fyrir heimili sitt, og þau áhrif, sem hann kann
að hafa á umhverfið, Jiá kemur mjer í hug hinn gamli
málsháttur: „Dregur hver dám a£ sínum Kessunaut“, og
sú falslausa fullyrðing raunveruleikans, að ekki þurfi
nema „einn gikk í hverja veiðistöð". Hvorutveggja virðist
\ era jafn satt og jafn táknrænt fyrir þessi mál.
Þó að ein mannssál sje tiltölulega veik og vanmáttug í
hinni hörðu lífsbaráttu, Jiá er henni Jtó gefinn furðulega
mikill máttur til að hafa áhrif á umhverfi sitt, bæði til
góðs og ills.
Auðvitað eru einstaklingarnir misjafnlega máttugir til
að móta Jiá menn, sem þeir umgangast, og setja sinn svij)
á Joá staði, sem þeir dveljast á, en flestum, ef ekki öllum,
mun þó vera gefinn einhver möguleiki til slíks. Einstöku
manni er gefinn sá eiginleiki, að geta náð valdi yfir hin-
um ólíkustu persónuleikum, að geta mótað þá eftir eigin