Hlín - 01.01.1944, Side 63
Hlín
61
Okkur finst, ef til vill, æði oft að heimilum okkar sje í
mörgu ábótavant, og okkur hættir til að gera óánægjuna
yfir því nokkuð áberandi, og við látum hana stundum
bitna á þeim, er síst skyldi. En við gætum ekki að því, að
um leið og við dómfellum annmarkana og fárumst yfir
þeim, gerunr við heimilislífið enn þungbúnara, þurrara
og kaldara en það var áður, í stað þess að bæta það og
fegra með því að leita í kyrþey að meinsemdinni og reyna
að lækna hana. Það væri auðvitað hin eina rjetta leið, en
hún er stundum talsvert torsótt, eins og flestar þær leiðir,
sem rjettastar eru og hamingjudrýgstar.----------
Mjer finst, að það muni vera gott fyrir okkur öll að
festa okkur í minni þessar gullfögru ljóðlínur skáldsins
vestur-íslenska:
„Hvert sem leiðin þín liggur,
þá líttu æ hýr,
þar sem sárdöpur sorgin
í sinninu býr —
sjerhvert hugtak og handtak
sje hlýlegt og þýtt,
sjerhvert orðtak og andtak
sje ástlegt og blítt.
Sjerhvert vinarorð vermir
sem vorsólarljós,
sjerhver greiði og góðvild
er gæfunnar rós. —
Hvort sem leiðin þín liggur
um lönd eða höf
gefðu sjerhverjum sumar
og sólskin að gjöf“.
Þetta er lioll og fögur lífsregla, sem allir myndu liafa
gott af að lmgleiða og reyna að breyta eftir. Hver ein-
staklingur á meiri þátt í því en hann heldur, að skapa