Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 64
62
Hlín
sinn heimilisbrag og sína lveimilishamingju. — Önug-
lyndi og eigingirni — já, ein óþýðleg hugsun, eitt kulda-
legt, ógætið orð veldur þunga og kulda í andrúmsloftinu,
en, „sjerhvert vinarorð vermir / sem vorsólarljós, / sjer-
hver greiði og góðvild / er gæfunnar rós“.
F.ftir því sem við sjálf erum hlýrri og jrrúðari í um-
gengni á heimilum okkar, eftir því hljótum við þar líka
meira af „sumri og sól“, og eignumst þannig auð, sem
aldrei að eilífu verður frá okkur tekinn. — Göfgi ein-
staklinganna eykur unað og öryggi lieimilanna, og góð
lieimili skajra fegurð og gróanda þjóðlífsins í heild, og
eru því einskonar fjöregg þjóðfjelagsins.
Einstaklingurinn á .yfir miklum og margvíslegum
rjetti að ráða, og ef hann notar þann rjett vel og vitur-
lega, eignast hann sterkan og virkan Jsátt í því að skapa
„gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðs-
ríkisbraut“.
Jórunn Ólafsdóttir, Sörlastöðum í Fnjóskadal.
Kristnidómurinn og móðirin.
Hver góð móðir vill barninu sínu alt hið besta. Móð-
urástin, Jressi fórnfúsa, kærleiksríka ást, sem liver sönn
móðir á svo mikið til af, er barninu J:>að dýrmætasta, er
það fæðist í þennan beim. — Móðirin vinnur, að mínu
áliti, mesta og vandasamasta hlutverkið í þjóðfjelaginu.
Það er hún, sem mest og best býr barnið sitt undir lífið.
F.ftir því sem börnin eru betur uppalin verða þau betri
Jregnar Jjjóðfjelagsins, svo Jrjóðin verður færari um að
starfa á grundvelli gleði og gæfu.
Flver er Jjá undirstaða sannrar gæfu Jjjóða og einstakl-
inga? Þessu vil jeg reyna að svara frá mínu sjónarmiði.
Það er trúin, lífsmáttur kærleikans, sem allir sannir