Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 65
Hlín
63
menn og konur þurfa að eiga í ríkum mæli. — Móðir, sem
ánn barni sínu af kristnu móðurhjarta, hlýtur að finna
það, að frækorn kristinnar trúar eru dýrmætust barns-
hjartanu. Það fyrsta, sem hver móðir þarf að kenna barn-
inu sínu, er að þekkja tilgang Hfsins, liins sannkristna
lífs. Mikil hlýtur hamingja móðurinnar að vera, er lnin
á fullþroskuð hörn, sem á einn eða annan liátt vinna nýt
verk til heilla sjer og öðrum. En sönnust verður ham-
ingja þeirrar móður, sem hefur hlúð að blómum trúar-
innar í hrjósti barnsins síns, þeirrar móður, sem hefur
kent barninu að þekkja hann, sem er vegurinn, sannleik-
urinn og lífið.
Þú, sem lest þessar línur, og hefur öðlast þá náðargjöf
að eignast barn til að fórna þjer fyrir. — Umfram alt
gróðursettu hlóm eilífrar trúar í sálu harnsins þíns, blóm
sem eiga framtíðarvissu í árroða eilífðarinnar, þegar
þetta líf þver. Því þau blóm mannlegrar sálar, sem lífs-
lind trúarinnar vökvar og nærir, benda til hans, sem
sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið
þeim jrað ekki, því slíkra er guðsríki".
Húnvetnsk sveitakona.
Heilbrigðismál.
Framsögurœða fhitt. d fundi S.N.K. d Akureyri i júli 1944
af Júdit Jónbjörnsdóttur, kennara d Siglufirði.
Heilbrigðismál hafa tvær hliðar: hjúkrun og lækning
sjúkra og Iieilsuvernd. Hið fyrra, meðferð sjúklinga, er
að miklu leyti falið læknum og lærðum hjúkrunarkon-
um. Þó munu jreir sjúklingar fleiri en marga grunar, sem
faldir eru umsjá leikra, og Jrá fyrst og fremst húsfreyjunn-
ar íslensku. Húsmóðirin Jrarf ósjaldan að taka á Jrreki