Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 66
64
Hltn
sínu í viðureign við veikindi og dauða. Þá er henni styrk-
ur að hafa nokkurt veganesti til þeirrar baráttu, því að
oftast er of seint að afla sjer lielstu þekkingar, þegar á
hólminn er komið. Nokkurrar þekkingar á algengum
sjúkdómum og meðferð sjúklinga, í einstökum tilfellum,
ætti hver einasta húsmóðir að afla sjer, henni ber skyldan
framar öðrum konum.
Um mörg ár hefur okkur skort aðgengilegar bækur
um þessi efni, en nú nýverið er vel úr því leyst með út-
komu bókar, er nefnist: „Heilsufræði handa liúsmæðr-
um“, og er eítir Kristínu Ólafsdóttur, lækni. Vil jeg
hvetja allar konur, ekki aðeins húsmæður, til að eignast
bókina og lesa vel. Og þið, fulltrúar, bendið fjelagskon-
um ykkar á bókina, hvetjið þær til að eignast hana, eða
látið fjelag ykkar kaupa hana og lánið hana konum til
lesturs, — það ætti að vera vel framkvæmanlegt í fámenn-
um fjelögum.
Hjúkrun sjúkra hvílir ennþá svo mikið á húsmæðrum
og öðrum ólærðum konum, að þeim er full þörf á að vita
hvað við á og gera rjett á rjettri stundu, eftir því sem
möguleikar leyfa.
Ekki var það nú ætlun mín að henda ykkur sjerstak-
lega á þetta atriði heilbrigðismálanna, sem umræðuefni
þessa fundar.
Það er hin hlið þeirra mála, sem varðar okkur konur
enn meiru. Jeg á við heilsuvernd.
En livað er þá heilsuvernd? Að koma í veg fyrir sjúk-
dóma með því, í fyrsta lagi, að eyða sem mestu af þeim
sýklum, sem sífelt leita færis að taka sjer bólfestu í rnanns-
líkamanum, og í öðru lagi að herða líkainann svo, að
hann verði ónæmari á sóttir og kvilla.
Sú tvöfalda skylda hvílir á húsmóðurinni að líta eftir
og annast annara heilsuvernd jafnframt sinni eigin Það
er heilsuvernd að matbúa hollan mat á rjettan hátt, svo að
« efni hans spillist ekki, — að geyma mat svo, að hann