Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 68
66
Hlín
mjög alvarlegan sjúkdóm, þó að þeir vilji ekki við það
kannast, en það er einmitt jrað hættulegasta að vilja ekki
af sjúkdómnum vita. Hvað er þá hægt að gera? — Það er
ekki leyfilegt að ganga inn á heimili og segja við húsmóð-
urina, að hún sje sóði, og að nú eigi hún að læra þrifnað,
enda myndi það skapa þá óeiningu, sem seint yrði brúuð.
— Það er heldur ekki nóg að ræða um þetta manna á
milli og skrifa um það greinar í l>löð eða tímarit. Hið
eina sem dugir eru framkvæmdir af rjettum aðila þessa
máls. — Jeg sagði hjer að framan, að óþrifnaður væri
sjúkdómur, enda þótt sýklar sjeu ekki undirrót lians. Það
eru þó einkum óþrifin, lús og fló, sem telja verður til
sjúkdóma, og því sjónarmiði jiarf hiklaust að koma inn
hjá almenningi, svo að sjúklingar fari ekki lengur í felur
með ástand sitt, og Jrá er leiðin greiðari að hreinsa til.
Læknar annast sjúka og segja til um meðul og hjúkrun.
Hjúkrunarkonur framkvæmda skijnanir Jreirra.
Víða um land eru berklavarnir komnar á jtað stig, að
gerð er skipuleg leit að þeim, sem hafa sjúkdóminn, enda
þótt hann sje ekki kominn í ljós, og hinir sýktu læknaðir.
Þetta mun bera góðan árangur. Viðvíkjandi lúsinni verð-
ur að nota sömu aðferð. Gera Jrarf, af lækni, skipulagða
leit að sjúklingum með óþrif og lækna jjá. — Það mun
þurfa þarna stórt og vel undirbúið átak, en bvort er
betra, að láta meinið eiga sig og bera harm og skömm í
huga jjessvegna, eða skera það burt, jjó að jrað valdi sárs-
auka í bili?
Brjef landlæknis til sýslunefnda:
Fyrirsjáanlegt mun mega telja, að óðar en líður verði
alment miklir erfiðleikar á að fá Ijósmæður til að gegna
ljósmæðraumdæmum í dreifbýlinu, og er þegar farið að
bera tilfinnanlega á því í sumum hjeruðum.