Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 69
Hlín
67
Ljósmæðrastörf í sveitum á íslandi liafa, sem kunnugt
er, aldrei verið aðalstörf, heldur aukastörf húsmæðra.
Horfir og ekki svo, að 1 jósmæðrastörfin aukist þannig, að
unt sje að gera þau að aðalstarfi, að óbreyttu starfssviði
og ljósmæðrafjölda. Fólki fækkar í flestum sveitum og
þó örast ungu kvenfólki á harneignaaldri, auk Jress sem
barnkoma í landinu yfirleitt fer hraðminkandi. Fæðist
nú helmingur allra harna í stærstu kaupstöðunum, og er
Jress auðsjáanlega ekki langt að bíða, að helmingur fæð-
inganna komi á Reykjavík eina. — Þrátt fyrir hina miklu
fólksfjölgun, sent orðin er í landinu síðan um aldamót,
fæðast nú ekki fleiri t)örn árlega en þá gerðist. Um alda-
mótin má ætla, að komið hafi að minsta kosti 10 fæðing-
ar á liverja starfandi ljósmóður utan stærstu kaupstað-
anna, en árið 1939 koma á liverja starfandi ljósmóður í
Reykjavík 65 fæðingar, utan Reykjavíkur 7 og utan
kaupstaðanna 5. í fjöldamörgum 1 jósmæðraumdæmum í
sveitum fæðast nú aðeins 1—2 börn árlega, þykir vel, ef 4
eru, og í nokkrum fæðast sum árin ekkert barn. Jafn-
framt því, sem verkefni sveitaljósmæðranna dragast
þannig saman, hagar orðið svo til í mörgunr sveitum, að
leitun er á Jreinr heimilum, að húsmóðirin hafi þau
kvennaráð innan stokks, að lrún geti sint lrvorutveggja,
heimilisstörfununr og 1 jósnræðrastörfununr, Jró að ekki
sje unr annað að ræða en bregða sjer frá 1—4 sinnunr á
ári. Eru Jress ýnrs dænri, að ungar stúlkur læra til ljósnróð-
ur starfa fyrir sveit sína, og taka við þeinr, en verða þegar
að sleppa jreinr, er Jrær giftast og taka sjálfar að eiga
börn. Er bersýnilegt, að Irjer þarf til einhverra ráða að
grípa, Jrví að í lengstu lög verður hverri fæðandi konu að
konra nauðsynleg lrjálp, með senr nrinstu tilliti til Jress,
hvar á landinu lrún er búsett. — Má telja tínrabært, að
nrálinu sje nákvæmur gaunrur gefinn og leitað úrræða.
Þykir nrjer sennilegt, að ráð nranna konri helst þar niður:
L