Hlín - 01.01.1944, Side 71
Hlín
69
um búa á annan liátt. Þó er liið þriðja niest vert í þessu
sambandi, sem sje það, að engin Iaun eru þess megnug,
að ljósmóðir, sem hímir á afskektum stað og tekur á móti
barni og barni með missera eða ára millibili, verði til
langframa nokkur ljósmóðir nema að nafni til.
Að svo mæltu leyf i jeg mjer, herra sýslumaður, að mæl-
ast til þess, að þjer Iátið undir búa mál þetta fyrir næsta
sýslufund, lielst nteð nefndarsetningu, en í nefnd eða
nefndum, sem um þetta ntál fjölluðu, ættuð þjer og hlut-
aðeigandi hjeraðslæknir að eiga sæti. — Frá næsta reglu-
legum sýslufundi vildi jeg síðan mega eiga von á tillög-
nm til ráðherra um framtíðarskipun ljósmæðraumdæma
í umdæmi yðar.
A grundvelli slíkra tillagna frá öllum sýslunefndum
landsins mundi jeg svo vilja stuðla að því, að önnur at-
riði 1 jósmæðraskipunarinnar yrðu tekin fyrir af ríkis-
stjórn og Alþingi til rækilegrar endurskoðunar.
Vilin. Jónsson.
Svo mörg eru þau orð. — Urbót mun ekki vera fundin
enn sem komið er í þessu máli. — Verst er að ástandið
num vera svipað að því er snertir hjúkrunarkonurnar.
þær eru of fáar, hinn nýlega stofnaði hjúkrunarkvenna-
skóli litið sóttur hin síðutsu ár. Ákveðnar samþyktir hafa
verið gerðar á kvennaþingum á þessu ári um að reisa
þegar skóla fyrir hjúkrunarkonurnar og búa þeirn betri
vinnuskilyrði í hvívetna.
Þetta eru hvorttveggja mál, sem snerta kvenþjóðina í
landinu alveg sjerstaklega, og ættu konur að vera vel
vakandi um þau, og beita áhrilum sínum svo jrau mættu
leysast vel og haganlega.
Ritstj.