Hlín - 01.01.1944, Side 74
72
Hlín
Tóskaparskólinn.
Merkur maður á Norðurlandi skrifar:
„Mjer líst vel á hugmynd þína um tóskaparskólann.
Hann ætti að vera einn fyrir landið alt og setjast niður á
Norðurlandi við sæmilegar samgöngur. Jeg mundi mæla
eindregið með því, að Búnaðarsambandið styrkti a. m. k.
einn nemanda á ári til að sækja þann skóla. Það er lilið-
stætt því, að við höfum styrkt nemendur, sem l’arið liafa
Ii jeðan úr sýslu á garðyrkjuskólann.
Ríkið yrði að veita styrk duglega til að koma- skólan-
um upp og svo ættu heimilisiðnaðarfjelögin og kvenna-
samböndin að standa að honum. Þetta er mál, sem heyrir
undir sambönd kvenfjelaganna að brjótast fyrir. Búnað-
arsamböndin ættu líka að styrkja fjelög húsmæðra að
koma þessu á.
Það þarf að ganga lijer beint til verks, og ekki láta
þetta mál þvælast með öðrum atriðum húsmæðrafræðsl-
unnar, meðan þessu er komið á“. ].
Hugmyndin um Tóskaparskólann cr að smáskýrast í vit-
und manna. Allir hljóta að sjá það og viðurkenna, að það
er með öllu óviðunandi, að hvergi í landinu skuli vera
hægt að læra almennilega meðferð ullarinnar eins og hún
var og er best unnin með handverkfærum af ágætum tó-
skaparkonum á landi hjer.
Það vita allir, að vjelaullarvinna jafnast aldrei á við
þá, sem unnin er með handverkfærum. — Vjelavinnan er
að útrýma fínu tóvinnunni, en hún má með engu móti
týnast eða hverfa úr sögunni, hún verður að lifa, sem
einn hinn fegursti og fjölbreyttasti listiðnaður vor ís-
lendinga. — Ef ekkert verður aðhafst, deyr þessi list alveg
út með gömlu tóskaparkonunum. íslenska ullin er dá-
samlegt elni, hún er allri ull hlýrri, og á því sjerstaklega