Hlín - 01.01.1944, Page 77
Hlín
75
gólf er gott að hafa dálítið af litarsterku máli saman við
olíuna, t. d. rauðbrúnu, það tekur gráleita blæinn af, sem
oft vill verða á gömlum gólfum, þegar þau eru olíuborin.
Það er miklum mun ljettara að halda hreinum olíu-
bornum gólfum, hvort heldur þau verða þvegin eða
bónuð.
Nauðsynlegt er að eiga gólflakk ásamt olíunni og not-
færa sjer það til að bera á litaða eða „beisaða“ húsmuni,
og einnig sem síðasta áburð á olíuborna muni og gólf,
það er oftast borið á ofurlítið volgt, en ekki eins heitt og
fernisolía, en er borið á með sömu aðlerð og hún.
Látuð húsgögn „beisuð", sem mikið eru notuð, má
talsvert endurbæta á fljótlegan hátt með því að fægja þau
með skósvertu, bera liana ríflega á, margfægja á eftir og
lakkbera síðan.
Þegar gólfdúkar eru lakkbornir, þarf að gera það minst
2.-3. sinnum, en af því lakkið er dýrt í notkun, má spara
sjer það með því að hafa heita fernisolíu sem fyrsta áburð
á dúkinn eða saman við lakkið.
Á hverju heimili ætti að hafa sjerstakan skáp, kistu eða
kassa undir það sem að málningu, olíuburði, lakkáburði
og þesskonar lýtur, og hafa þar alt í röð og reglu.
Þegar mála skal. — Fyrst er kíttað eða „spartlað" í allar
ójöfnur eða rifur. Til þess er annaðhvort notað venjulegt
kítti eða hveitilím og krít. Hið síðarnefnda er búið til
senr venjulegt hveitilím, en krít hrærð saman við, nudd-
að sem best í allar rifur og sprungúr. Þegar þetta er orð-
ið þurt, er það aftur nuddað og jafnað, fyrst með sköfu,
síðan með sandpappír, og er þá hluturinn tilbúinn til
málningar.
Kalkáburður. — Leskjað kalt ætti að vera til á hverju
heimili. I’að er yfirleitt ódýrt í notkun, en getur orðið til
mikils gagns. Það eyðir gerlum og pöddum, og er því
ágætt að bera það í ílát, sem í er mygla, súr o. þ. h. —
Kalkið er þynt út með vatni og borið innan í ílátið með