Hlín - 01.01.1944, Page 78
76
Hlín
bursta og jafnvel utan á það. Ef um ílát eða tunnur er
að ræða, sem losuð eru á vorin, þegar gert er hreint, er
gott að láta kalkið sitja í þeinr um nokkurn tíma eða
jafnvel til haustsins, þar til þau eru tekin til notkunar.
En ef um ílát er að ræða, sem notuð eru daglega, er kalk-
áburðurinn þveginn af eftir litla stund.
Kalkbera skal kjallaraberbergi, þar sem geymd er
mjólk, smjör, súrmatur o. þ. h. og ætti þá að gera það a.
m. k. hvert vor. — Dálítið af sementi er þá hrært saman
við kalkið, það tollir þá betur á og verður áferðarfallegra.
— En þegar hús eru kölkuð utan, sem kvenfólk getur
sjálft lagt hönd að, þarf að hafa því meira sement í kalk-
inu, svo að það Jroli vel úrkomur og bleytur. — Kalka má
hlaðna torf- og steinveggi, en gæta þess þá vandlega, að
kalkið berist vel inn í allar holu.r og sprungur á Jreim.
Um fatnað. — Það ætti að vera ófrávíkjanleg regla að
hengja ytri föt á herðatrje um leið og farið er úr þeim,
hvort sem það eru kvenföt eða karlmannsfatnaðir, og
hengja Jrau samstundis upp, Jrar sem þau eiga að vera. —
Þá ætti Jrað ekki síður að vera föst regla að dytta að föt-
unum jafnóðum og eitthvað fer allaga á þeim, hvort sem
Jrað er að hreinsa þau, sljetta eða gera við göt eða sprottn-
ar sprungur á þeim. Svo að þau sjeu ætíð tilbúin til notk-
unar í fataskápnum. Hið sama gildir um nærfötin og að
vel fari um þau í skúffunum. í Jrriðja lagi ætti Jrað að
\era heilbrigt metnaðarmál fyrir hverja konu, að
nýta sem best út úr hverjum fatnaði með öllu við-
haldi á honum, og meðal annars með því að snúa og sníða
upp úr honum, þegar því verður við komið. En það síð-
astnefnda verður ekki gert nema að gott el'ni sje í fatnað-
inum, en Jtað er einnig altaf affarasælast að hafa Jrað svo.