Hlín - 01.01.1944, Page 80
78
Hlín
Hin stutta reynsla okkar sannar að alla söluull á að
vjelþvo í þvottastöðvum.
Tóvinnuvjelarnar, sem Kaupfjelag Árnesinga hefur
pantað, eru að smákoma frá Englandi. Vona að koma
jjeim upp og í gang í haust.
Egill Thorarensen, kaupfjelagsstjóri, Sigtúnum.
Gömul íslensk matargerð.
Eftir HALLDÓRU BJARNADÓTTUR.
Fyrir nokkrum árum kom út í Noregi bók, sent heitir
„Norsk mat“. Var þar skýrt frá ýmislegri norskri matar-
gerð, sent var að falla í gleymsku hjá þjóðinni, eða sem
var að minsta kosti óvíða í gildi.
Nokkrum íslenskum konum kont til hugar, að Jtað
gæti verið nógu gaman að fara að dæmi norsku frænd-
systranna í Jtessu efni og safna saman og bjarga frá glötun
upplýsingum um það, hvernig ýms innlend matarefni
voru liagtærð iijer á landi, en sem nú eru úr móð, ef svo
mætti að orði kveða af ýmsum ástæðum, eða að minsta
kosti mjög óvíða matreidd.
Ársritið ,,Hlín“ leitaði fyrir sjer um undirtektir hjá ís-
iensku kvenjjjóðinni um þetta efni. — Nokkur góð og
greið svijr bárust, en tæplega svo mörg að tiltækilegt
þætti að birta þau í lieild (,,Hlín“ hefur þó birt nokkur
þeirra smásaman). Ritið hefur við og við verið að ámálga
Jjetta við lesendur sína og hvatt til áframhaldandi söfn-
unar. —
Það sem fram kemur í Jaessu útvarpserindi eru þá nið-
urstöður þessara athugana, ásamt nokkru sem jeg hef
safnað á ferðum mínum víðsvegar um landið. Vona jeg