Hlín - 01.01.1944, Síða 83
Hlín
81
ekki eins mjúkir. — Osturinn var látinn vera í ílátinu
einn sólarhring, tekinn svo úr því og saltaður vel á bæði
borð eða látinn liggja í saltpækli. Þegar bann þótti vera
búinn að vera nógu lengi í saltinu, var liann þurkaður
upp og geymdur á þurrum, svölum, en ekki rnjög köld-
um stað (ekki í súg, og ekki þar sem skein sól). Daglega
er honum snúið og nuddað af bonum með deigurn klút
eftir því senr með Jrarf.
Aðferðin er nú ekki margbrotnari en þetta. Hún get-
ur varla verið vandaminni, en Jretta reyndist vel. Okkur
finst nú, Tungúkonunum, að við fáum aldrei almenni-
lega osta, síðan við bættum að bafa blessaða sauðamjólk-
ina í Jrá.
Pokabaunir. (Suður-Múlasýsla).
(Ríkarður Jónss. listamaður skrifar um Jrær eftir beiðni).
Matbaunir (lieil- eða hálfbaunir) skulu belst liggja í
vatni náttlangt. Síðan er vatninu belt af og baunirnar
látnar í smáljereftspoka t. d. á stærð við dulukepp og
bundið fyrir, Jró þannig, að nóg aukapláss sje í pokanum
vegna þenslu baunanna. Síðan eru baunirnar soðnar með
bangikjöti og dugir venjulega jafnlöng suða (Jrað er rjett
að liella vatni Jrví, sem baunirnar voru bleyttar í, út í
pottinn, áður en farið er að sjóða). — •
Hinum hnausjrykka baunajafningi er svo lielt úr pok-
anum í skál eða fat og borðaður heitur eða kaldur með
kjötinu. Pokabaunir með góðu smjöri eru sannkallaður
berramannsmatur.
Til frekari hugnanlegheita og skemtunar lief jeg oft
haft það til siðs að búa til einskonar smámynd af eldfjalli
úr baunamaukinu og set svo væna smjörflögu ofaní gíg-
iinn. Þá má nú aldeilis svæla pokabaununum með sæt-
ilmandi bangikjöti. — Þess skal getið, að sjálft ltangi-
kjötsflotið (bráðið) er ef til vill besta viðbitið tneð beit-
um pokabaunum.
6