Hlín - 01.01.1944, Page 84
I
82 Hlín
Villibráð. (Af Hjeraði).
Best er að hafa kálfsblóð í villibráð, en þó má líka nota
lambsblóð. — Mjólkin er látin koma í snðu, þá er hveit-
inu hrært út í blóðið og soppan hrærð út í mjólkina.
Stöðugt lirært í, annars vill jrað mærna. — Maður saltar
ekki fyr en síðast. — Látið sjóða 8—10 mínútur. Letta er
eins og þykkur gratur. — Stráð kanel og sykri út á, og
smjörbiti látinn í livern disk.
Villibráð er borðuð sem spónamatur á Austurlandi.
Sáð. (Af Hjeraði).
(Þunnur mjólkurvellingur úr bankabyggsmjöli).
Notað mest sauðamjólk eða áfir. Ef mjólkin var ekki
nóg til að elda hana tóma, varð að blanda hana með
vatni. Þá var sáð grjónamjöli útá (notuð grautarviðja til
að hræra í með), drýgt og bætt með fjallagrösum, jrarf þá
minna af mjölinu.
Haframjöl er nú notað í stað bankabyggsmjölsins, og
er ekki haft meira en svo, að einn bolli er hafður útá
handa 7 manns. — Borðað með slátri og smurðu brauði.
Algengur matur á kvöldin, þykir notalegt að fá lieitan
mat, Jregar komið er heim af engjum t. d. — Hræringur
oftast notaður hitt málið.
Grasamjólk. (Af Hjeraði).
Það var alsiða fyr á tímum að nota fjallagrös í mjólk.
Voru Jrau þá Jrvegin í volgu vatni og tínd blað fyrir blað
og soðin svo í mjólkinni, varð hún Jrá rauð og sæt. (Þó
nokkur forði af fjallagrösum var Jrá til á lrverjum bæ,
víða lieilt skemmuloft fult, enda var legið við viku og
hálfan mánuð á liverju vori).
Rófumjólk. (Af Hjeraði).
Það tíðkaðist oft áður, ef fjallagrös voru ekki til, en
rófur nægilegar, að rófur voru skornar niður í smábita