Hlín - 01.01.1944, Síða 87
Hlín
85
arsundin, og voru það einnig stórir hjallar. Um þetta
l jek loft og vindur og þornaði, og var þetta nefnt „Úti-
þur“, eða „einætur silungur" og þótti besti matur, eink-
um það smærra og feitára. Áttu menn oft forða af þessu.
Líka var oft soðið af þessurn silung áður en hann var full-
þur, og var það einnig mjög góður matur með nýju
smjöri. Einnig var sá útiþurri borðaður eins og harður
fiskur.
Nýjan silung þykir ekki betra að þvo mikið og alls ekki
skafa hann með hníf, heldur strjúka hann vel, bæði utan
og innan úr köldu vatni. Bestur nýr að meðhöndla hann
sem minst, svo hann ekki kremjist, en upp úr salti þarf
að þvo eða strjúka hann aftur upp úr köldu vatni.
Vetrarsilungur er öðruvísi í sjer, kallaður „hængur“,
það stærsta og besta, en ekki eins góður í saltreiður, en
samt feitur. Var hann mest spyrtur og hengdur út og lát-
inn signa í frosti og hríðarveðrum. Bestur eftir nokkurn
tíma. Er þetta sá besti hátíðamatur, og hjer á árunum
var sjálfsagt að fá sjer hængsilung til jóla og nýárs, og
jafnvel enn er það reynt, því það er sjaldgæfur matur nú
orðið, nema á silungsveiðibæjum, því bæði er hann lítt
fáanlegur, síðan þessi sala viðgengst til útlanda, og þess-
vegna svo dýr, að maður kaupir hann aðeins til hátíða-
Urigðis.
Um geymslu á eggjum. (Mývatnssveit).
Svo sem kunnugt er, er mikið andavarp í Mývatnssveit
og því mikils um vert að geta geyrnt eggin óskemd um
lengri tíma. Eggin voru áður fyr aldrei geymd nema í
þurri ösku. Fyrst látið lag af þurri, fínni ösku í botninn á
ílátinu, og eggjunum svo raðað ofaní, hvert við annað,
lielst upp á endann, svo er stráð yfir aftur öðru öskulagi,
og þannig sitt lagið af hvoru. Þannig geymdust eggin
langt fram á vetur, aðeins þurftu þau að vera vel ný og
þur í upphafi. — Nú er farið að bregða þeim ofan í vatn