Hlín - 01.01.1944, Side 91
Hlín
89
skeljahrönn sú hin mikla, sem er við hverina á Reykhól-
um, stafi af því, að stafkarlslýður liafi safnast að hverun-
um á hörðum árum og soðið skelfiskinn í hverunum sjer
til batar. Af Mýrum er skrifað, að börn hafi leikið sjer að
því, þegar verið var að skera úr og beita lóð, að steikja
fiskinn á eldavjelinni eða á glóðinni. Fiskurinn er góður.
— Um kræklingssúpu segir merkiskona af Mýrum, að hún
sje margreynt ráð við svefnleysi.
Um notkun sölva. (Af Mýrum).
Nú munu þau óvíða notuð til manneldis, en voru mik-
ið borðuð áður fyr. Hjer fer á eftir lýsing merkrar konu á
Mýrum (frú Mörtu Níelsdóttur). Hún segir svo 1935:
„Jeg er húin að vera hjer á Álftanesi í 53 ár og hafa söl
aldrei verið notuð hvorki hjer nje f nágrenni og hvergi,
sem jeg veit um. En jeg Iieyrði tengdamóður mína, Höllu,
mikið tala um sölvanotkun, og meira að segja mikið sakna
þess, að hún væri hætt. Hún var hjer rnestan hluta æf-
innar, foreldrar hennar bjuggu lijer, og hún svo að mestu
allan sinn búskap. En hvernig hefur staðið á því að þessu
var hætt, er jeg ekki vel að komin, jeg lnigsa helst að það
hafi þótt töf við heyskapinn. Helst fanst mjer jeg heyra
jrað á gömlum vinnumanni, senr var hjer Jregar jeg kom,
og hafði verið lengi, að hann talaði kaldranalega um
þetta „vesen“ með sölin í miðjum slættinum, og oft hefði
Jrá verið svikinn þerrir af heyi. — En Halla, tengdamóðir
mín, lýsti því svo, að farið hefði verið í sölvafjöru um
stórstraum, svo hefðu Jrau verið breidd og látin rigna til
að afvatnast, svo hefðu þau verið Jmrkuð og síðan geymd
eins og harðfiskur og borðuð að vetrinum eins og fiskur
með viðbiti. Oft vitnaði hún í það, hve sæt og góð þau
hefðu verið, þegar Jiau voru orðin vel „hneitt", sem hún
svo kallaði, og borða þau Joá með smjöri. Þetta, sem hún
kallaði hneitt, sagði hún að væri, þegar Jsau væru með