Hlín - 01.01.1944, Page 94
92
Hlín
Hleypt mjólk.
Hleypt mjólk, eins og ostmjólk, þótti hið mesta sæl-
gæti, og var mikið notuð víðsvegar um landið. Soðin nið-
ur þangað til það var rauðseytt.
Sauðaþykni.
Þá þótti ekki lítið í það varið að fá sauðaþykni úr síð-
ustu sauðamjólki'nni á haustin, var það mjög megnt og
þótti karlmönnum það sjerstaklega gott. Sauðamjólk var
aldrei höfð ósoðin út á, ef til vill stundum handa karl-
mönnurn, en aldrei fyrir konur eða börn.
Hvallýsissmjör.
Þegar mikið fjell til af hvallýsi var Jrað oft látið saman
við í strokkinn, og þótti smjörið þá verða bæði drjúgt og
engu lakara en vanalega.
Stropi. (Ur Húnavatnssýslu).
(Gamall rjettur úr grásleppuhrognum).
Það eru teknar lnognabrækurnar heilar og þvegnar
vel, síðan sprengdar í sundur og látnar í ílát með hreinu
vatni og hrært vel í, svo voru þau sýjuð á gróft strásigti.
Þetta var endurtekið tvisvar og vatnið látið síga vel af.
Síðan voru hrognin látin í strokk og strokkuð þangað til
þau eru öll komin í sundur, þá voru þau enn tekin og
sýjuð, og lögurinn, sem úr Jjessu kom, látin í pott og
soðin við hægan eld í nokkrar mínútur, og saman við Jrað
látin lifur eftir smekk. Þetta var ljósgult á lit, og þótti
ágætis matur.
Eins hafði móðir mín hrognin í brauð (flatkökur),
hnoðaði í Jrað rúgmjöli. En það var vont að baka það á
glóð eins og Jrá var siður, en hún steikti Jrær í feiti. —
Hnjátið, sem kallað var, sem eftir var í sigtinu, var gef-
ið kúnum.