Hlín - 01.01.1944, Side 95
Hlín
93
Úr Jökulfjörðum.
Jeg man vel eftir því, að skötumaginn var þrifinn vel
upp, soðinn og súrsaður og borðaður með flautum. F.ins
var farið með ltáfs- og hákarlsbrjósk. Löngulifur var soð-
in og súrsuð og borðuð með fiski í staðinn fyrir flot. —
S()l og geitnaskóf höfðu verið borðuð í tíð mömmu sál-
uugu, á fyrstu búskaparárum hennar, en svo lagðist það
niður. En fjallagrös voru alltaf notuð í grauta, brauð og
slátur. Skarfakál var tekið, soðið og látið í súr. Söl með
harðfiski sá jeg fyrst borðuð hjá Þorbjörgu Sveinsdóttur,
ljósmóður í Reykjavík. Mjer þóttu sölin.ágæt. Hún sagði
okkur, að sölin væru holl og góð og trúðum við því eins
og öllu sem þær sögðu okkur, Þorbjörg og Ólafía.
Hrognaystingaxr. (Vestfirskt).
Grásleppuhrogn voru marin sundur hrá, sýjuð, sett
saman við mjólk, hljóp það þá og varð líkt og ábristir.
Bræðingur.
Tólgin brædd í potti, þegar hún er farin að kólna er
hvallýsið látið í (j/3 partur lýsi), þeytt vel saman, nteðait
er að kólna.
Konan, sem klæddi sig úr skyrtunni.
Ekki er þetta saga, því síður æfintýri — það er bernsku-
minning — stutt frásögn af löngu liðnum atburði, það eru
minningar um konu, sem löngu er horfin af sjónarsviði
lífsins og líklega flestum gleyntdnema litlumhóp drengja,
sem fyrir 50—öO árum ólust upp á Veðramóti í Göngu-
skörðum. En þrátt fyrir það, að fjöldi liðinna lífsára liafi
dregið slæðu óminnis yfir margar minningar bernskuár-
anna, þá muna þeir þó ennþá- litlu, veiklulegu, en göf-
ugu konuna, sem bjó í lágreistu, ljelegu moldarkofunum