Hlín - 01.01.1944, Side 99
Hlín
97
en fór frá henni vermdnr, styrkur og öruggur, ekki ein-
asta líkamlega, eftir hina ytri aðhlynningu hennar, held-
ur og engu síður andlega hlýr og endurnærður af kær-
ieikshug, velgerðamætti og fórnfýsi þessarar göfugu konu,
sem sýndi trú sína í verkum. Jeg var styrkari í trú minni
á þann Guð, sem jeg í gegnum heimilisguðrækni foreldra
minna, taldi víst að væri til.
Það kemur ef til vill ekki þessari frásögn beint við, en
jeg minnist þess samt, að vitanlega var móðir mín Unu
mjög þakklát fyrir umhyggjusemi þá og nærgætni, sem
hún sýndi okkur bræðrum. Og oft fluttum við gjafir frá
móður okkar til hennar, en þegar Una þá þær gjafir, sem
hún gerði ætíð með þakklæti og blessunarorðum til móð-
ur okkar, þá fanst mjer handatiltektir hennar seinlátari
og svipurinn eitthvað fjarrænni og dulari en þegar hún
var að miðla okkur bræðrum af auði fátæktar sinnar.
Henni var áreiðanlega ljúfara áð gefa en þiggja þeirri
konu.
Við verðum að viðurkenna þann sannleika, að altaf
eru mennirnir, frá bernsku til efstu ára, háðir barnseðli
sínu á svo marga hind. Er Jrað ekki altaf eittlivað svipað
með okkur eins og litla, hrakta, sorgmædda og vonlitla 9
ára gamla smaladrenginn, að Jregar kuldakjör erfiðrar
lífsbaráttu sveiflar skuggavængjum sínum um sálir okk-
ar, að Jrá hætti okkur við að tapa trúnni á lífið og menn-
ina, og okkur finst Guð sjálfur fjarlægur og skilnings-
vana. — Á þessum stundum getur Jrað verið okkur mikils
vert að vera í nálægð sálar sem konunnar í fjallakotinu,
sálar, sem sýnir okkur skilning, samúð og kærleika. í
fljótu bragði virðist Jrað nokkuð ótrúlegt, að við menn-
irnir, sem allir erum þó háðir hinum þröngu, eigin tak-
mörkunum og erum á marga lund svo ákaflega ófull-
komnir og breyskir ,skulum þó, þrátt fyrir alt, eiga til í
sálum okkar Jrann mátt og styrkleika, sem getur verið
hinum hrakta, lirygga og niðurbeygða ljós, styrkur og
7