Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 100
98
Hlín
huggun. Þennan mátt eigum við öll til, en við felum
hann svo oft fyrir sjálfum okkur og öðrum. — Það er
máttur samúðar, skilnings, kærleika og bróðurltugar.
Hann getur birst í einu augnatilliti, einu hlýju handtaki,
einu skilningsríku orði. Hann getur líka sýnt sig í dýrð-
legum fórnfúsum verknaði, líkt og þegar bláfátæka fjalla-
konan klæddi sig úr einu skyrtunni, sem hún átti, til að
skýla og verma litla, lirakta smaladrenginn.
Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði.
Hvað segja konurnar um karlmennina?
Minni karla á Þorrablóti.
Jeg var ung, þegar jeg lærði söguna um það, að þegar
Adam var skapaður, og Adam var hið fegursta og full-
komnasta, sem þessi heimur átti til, þá sagði skaparinn:
„Það er ekki gott að maðurinn sje einsamall“. — Hann
sagði, það er ekki gott, ekki, það er ómögulegt. F.nda
hugsa jeg að Adam hefði klárað sig af þessu öllu saman,
þó að Eva hefði ekki orðið til, sem sje að leggja undir sig
jörðina, stjórna henni, gera sjer hana undirgefna, því að
það hefir hann sannarlega gert. Adant hefur rótað upp
jörðunni í leit að fjársjóðum, og ekki nóg með það, að
hann hefur dregið dýra málma fram í dagsljósið, heldur
hefur liann gefið moldinni líf, hann hefur framleitt nýjar
jurtir, sem voru ekki áður til. — Dýrin liefur Adam tekið
í þjónustu sína og náttúruöflin. Hann þýtur um liafið, á
því og í því, og jafnvel í loftinu fer hann leiðar sinnar
eins og fuglinn. En það er ekki fyrir þetta alt, sem við
dáum karlmenn mest. — Við dáum hugrekkið, sem altaf
sækir fram, jafnvel á móti liinu óþekta: “Hetjur sterkar