Hlín - 01.01.1944, Side 103
Hlín
101
nokkrum hamarshöggum og lagaði það eins og það væri
leir. — Jeg man, að þar sem pabbi var, þar var öryggið og
þrótturinn.
|eg man líka eftir honum afa. Hárið var livítt, bakið
bogið, augun sloknuð, en það var gott að vera hjá honum.
Hann fylgdi mjer að ormagarðinum, þar sem Ragnar sló
hörpuna, og saman horfðum við á Hjálmar hugumstóra
berjast og falla á Sámsey, og þegar við höfðum svo fylgt
Örvar Oddi með lík lians til Ingibjargar og hauglagt þau
Hjálmar, því hún gat eigi lifað hann dauðann, þá þurk-
aði hann tárin mín. — Við horfðum saman á bardagann
\ ið Svoldur, og vorum alveg viss um, að Ólafur Tryggva-
son hefði komist lífs af.
Þannig eru bræðurnir, feðurnir, afarnir.
Og hver er j:>að svo, sem kemur hjartanu til að slá örar,
vekur okkur Ijóma í augum og roða á kinn, breytir öllu
viðhorfi, svo að skammdegið verður alt stjörnum skreytt
og lífið eins og fegursta Ijóð? — Hver annar en elskhug-
inn!
Og síðar, hver er Jrað þá, sem á að vera bestur, sem
djörfustu vonirnar eru tengdar við, sem á að klifa þrítug-
an hamarinn og komast upp á efsta tindinn? — Hver ann-
ar en sonurinn?
Mjer er ekki grunlaust um, að okkur konurnar dreymi
stundum um að eignast konungsríki, en Jrað er enginn,
sent getur gelið okkur konungsríki nerna karlmaðurinn,
og við getum hvergi orðið drottningar nema ef við erum
svo lánssamar að verða Jrað í hjarta karlmannsins. — En
Jrað er heldur enginn annar drottningarsess eftirsóknar-
verðari. — Gleymum Jrví aldrei!--
Nú vildi jeg þá þakka þeim öllum: Bróðurnum, föð-
urnum, afanum, elskhuganum, syninum, konunginum
lyrir alla fegurðina ,sem Jreir gefa lífinu.
Lifið heil!
Breiðfirsk kona.