Hlín - 01.01.1944, Page 109
107
*
Hlín
íslenski þjóðbúningurinn heiðraður.
Síðastliðinn vetur var haldið kvennaboð í liúsi einu í
Reykjavík, en þar voru samankomnar um 80 konur, allar
klæddar íslenska þjóðbúningnum.
Þeir, sem fyrir boðinu stóðu, höfðu með nokkrum fyr-
irvara látið boð út ganga um klæðnað í samsætinu:
„Klæðnaður gesta skal \era s\o sem tíðkast liefur með
\orri íslensku þjóð öldum saman, en öll útlensk fordild
og hofróðutildur í allan máta forboðið."
Boðsgestirnir brugðust vel við þessari skipun og komu
á tilsettum tíma allar í íslenskum búningum: Xíu konur
voru í skautbúningi, þar af ein í gamla skautinu, sem nú
er orðið sjaldgæft, hinar í peysufötum eða upphlutsbún-
ingi.
Voru í boðinu bæði giftar og ógiftar konur. Almennur
áhugi ríkti um undirbúninginn. Nokkrar konur komu
sjer upp búningum fyrir þetta tækifæri. I>að er alkunna,
að íslenskar konur sóma sjer aldrei betur en í þjóðbún-
ingi sínunt.
Er þetta e. t. v. fyrirboði þess, að Reykjavíkurkonurnar
ætli að ganga á undan með góðu eftirdæmi um notkun
hins gullfallega Jrjóðbúnings okkar? — Þetta er góð byrj-
un. — Þökk sje þeim, sem fyrir boðinu stóðu, og áttu
Jtannig frumkvæði að Jrví, að margar konur sáu sjállar sig
í þjóðbúningi sínum, ef til vill í fyrsta skifti á æfinni.
Skólasíúlkur í Reykjavik í islenskum búningi.
Það munu nú vera um 30 ár síðan ungu stúlkurnar í
Kvennaskóla Reykjavíkur tóku upp Jrá nýbreytni að
koma í skólann á tilteknum degi að vetrinum í íslenskum
búningi. Það er gaman að J>essi siður hefur haldist svo