Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 113
Hlín
111
öllum landslýð að viðhaldi og eflingu heimilisiðnaðarins
nú um 20 ára skeið. Það er ánægulegt að ferðast um land-
ið með námsskeið og sýningar, spjalla við fólkið og skrif-
ast síðan á við það um sameiginleg áhugamál.
Mjer þykir vænt um að vera komin liingað í Norður-
land aftur, lijer hef jeg verið á þessu ári rjettan helming
æfi minnar (viðurloða a. m. k., þó ekki liafi jeg átt hjer
lieima allan þann tíma). Hjer kann jeg altaf best við mig,
enda er það eðlilegt, þar sem rætur manns liggja. — Að
jeg flutti af Norðurlandi orsakaðist af því, sjerstaklega,
að jeg átti þess kost að kenna kennaraejnum barnalianda-
vinnu. Það stóðst jeg ekki, það var líka mjög ánægjulegt
starf, og þau 8 ár, sem jeg kendi við Kennaraskólann,
veittist mjer sú ánægja að kenna á 3. hundrað ungum
kennurum, konum og körlum, og vekja hjá þeim nokk-
urn áhuga fyrir barnahandavinnu. — Það þótti mjer
gaman.
Að öllu þessu athuguðu vil jeg álíta sjálfa mig láns-
manneskju. Jeg hef jafnan átt gott heimili, fyrst hjá móð-
ur minni og með henni um fjöldamörg ár, síðan hjá
þeim góðu hjónum á Hátegi við Reykjavík og hjá hjón-
unum á Knararbergi við Eyjafjörð á sumrum, þegar
,,Hlín“ var á ferðinni, og nú síðast á eignarbýli mínu,
Mólandi, við Akureyri. — Góð heimili eru mikil guðs-
blessun, þau verða ekki fullþökkuð. — Jeg hef jafnan
haft góða heilsu, fengið að lesa eins og mig liefur langað
til, ferðast og kynnast fjölda ágætra manna og kvenna,
utanlands og innan. Allir liafa verið mjer góðir.
Mig hefur langað til, að lífsstarf mitt mætti verða sam-
kvæmt þeirri meginreglu, sem felst í þessum tveim er-
indum:
„Himneski faðir höndin þín
helgi og blessi verkin mín.“
og