Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 114
112
Hlín
„Gef nu'n störf til góðs æ leiði,
gef þau út þitt ríki breiði.“
Hvort þetta hefur heppnast, er annað mál. En það
lítið, sem áunnist hefur, þakka jeg Guði.
Svo þakka ég ykkur enn einu sinni, góðu konur, fyrir
komuna hingað í kvöld og óska ykkur alls góðs.
HallAóra Bjarriadóttir.
Gamlar spásagnir.
(Af Austurlandi).
Nú ætla jeg að senda þjer gamlar spásagnir um ýmis-
legt, og ræður þú hvað þú notar í „Hlín“ af því rugli,
en það er áreiðanlegt, að þau ummæli hverfa óðum í
gleymskunnar djúp með okkur eldra fólkinu:
Ef kona sker sig á hnífi við matarskömtun, bætist
bráðlega matur í búið. (Matarskurður).
Ef sjást regnbogalitir í skygðu stáli, veit það á bjart-
viðri og góða tíð (t. d. á vasahnífblöðum eða sláttuljáum
(sólskinsblettir)).'
„Grænn til jökla, blár til hafs,
Jrá mun skammt til hlákudags".
Ef maður flytur búferlum, á maður að koma með bú-
peninginn sinn þangað sem maður ætlar sjer að vera,
um flóð, en ekki um fjöru, þá verður liann bagspakari.
F.f snjóar eða rignir í gröf, sem búið er að taka að
líkum, verður skammt þangað til grafið verður aftur í
sama kirkjugarði.
Ef hani galar seint að kvöldi, eða um miðnætti, er
einliver feigur í bænum.
Ef keytulykt finst úr næturgögnum, veit Jrað á kulda-
tíð. Sbr. gömlu vísuna: