Hlín - 01.01.1944, Page 115
Hlín
113
„Verða munu veðrin stinn“,
veiga- mælti -skorðan,
„kominn er þefur í koppinn rninn,
kemst hann senn á norðan“.
„Aldrei er geispi af glöðum hug, eða hiksti af hægu
brjósti", átti álfkona að hafa sagt.
„Þín ef lund er þjáð og lireld,
þessum gættu að orðum:
Gaktu með sjó eða sittu við eld“,
sagði álfkonan forðum.
Önnur umsögn sömu merkingar:
„Gaktu með vatni, ef þjer finst langt,
sittu við eld, ef þjer er krankt.“
„Vænt er það sem vel er grænt,
blátt er betra en ekki,
alt er snautt, sem ekki er rautt,
en dökku sæti jeg ekki.“
(Þetta á álfkona líka að liafa sagt).
Vinargjöf skal virða og vel liirða. (Líka álfkonu-
umsögn).
Ef köttur rífur i trje, kemur innan skannns úrfelli úr
þeirri átt, er hann sleikir sig í. — Ef köttur sleikir sig í
þeirn stellingum, að önnur afturlöppin stendur upp í
loftið, veit það á gestakomu (setur upp gestaspjót). —
Ef köttur liggur þannig, að eyrun og heilabúið stendur
beint niður, veit það á þungviðri. — Ef hundur liggur
fram á lappir sínar þannig, að haus hans snúi að dyrum,
veit það á gestakomu. — Snúi hausinn frá dyrum, er ein-
8