Hlín - 01.01.1944, Síða 116
114
Hlín
hver feigur í bænum (gert ráð fyrir, að hann liggi inni
á gólfi). — Ef manni svelgist á mat og drykk, eða missir
niður það, sem maður ætlar að borða, veit það á gesta-
komu (sækir í mat eða kaffi). — Ef'mann klæjar á hægri
augabrún, er það fyrir góðu, en það gagnstæða með þá
vinstri (verri brúnin). — Ef mann klæjar hægri lófa, er
er það fyrir gjöf. — Klæi mann augu, er það fyrir gráti.
— Klæi mann nefið, reiðist maður við einhvern. — Ef
manni heyrist klukknahringing, er það fyrir mannsláti.
— Setji að manni hnerra, er einliver að tala um mann,
sje það hixti, er talað illa um mann. En hvorttveggja
batnar, ef maður getur upp á þeim rjetta. — Ef hrífa er
lögð þannig á jörð, að tindarnir snúa upp, kernur rign-
ing. M■ S.
SPÁSAGNIR (af Norðurlandi).
Af því ,,Hlín“ mintist á pottana í síðasta árgangi,
langar mig til að bæta ögn við það, sem þar var sagt:
Sje eintómt sauðatað notað til eldsneytis, koma loft-
lægðirnar furðu vel út á pottbotninum, en ómögulegt
er að sjá, iivort þær fara hjá eða ekki. —
Það þarf að leggja vel að, fylla hólfið í vélinni, láta
svo pottinn sitja yfir þar til allt er útbrunnið. — Jeg
treysti mjer ekki til að lýsa litbrigðum á pottinum, þau
eru svo margbreytt.
Þeir, sem vilja atliuga þetta, þurfa að skoða pottinn,
þegar þeir eiga kost á að fá veðurskeyti aftur.
Sunnan og austan rigning, ef botninn er mikið blá-
leitur, norðan og vestan rigning, bara hvítur, þoka, verð-
ur móleitari, og er þá sjaldan hægt að sjá hvort rigning
muni koma eða ekki. Ef potturinn er allur svartur,
bregst ekki þurkur. G. /.
LEIÐRJETTING: Bls. 65 (miðri síðu): Reglulegur bústaður
göfgrar sálar. A að vera: Veglegur bústaður göfugrar sálar.