Hlín - 01.01.1944, Page 117
Hlín
115
Orðtæki og einkennileg orð úr ýmsum
landshlutum.
Safnað úr brjefum og á ferðum mínumumlandið. (H.B.).
(Þó nokkur af orðum þessum og orðatiltækjum eru í
Orðabók Sigfúsar Blöndal, en hvergi nærri öll). —
Flest orðin skýra sig sjálf.
Það þarf ekki að kenna selnum sundið.
Þar sem margar óskir stefna að einum ósi.
Hún hefur oft haft þröngan skó á fæti.
Mjer á ekki frá að hefjast.
Það er gagn, að þú ert ekki blaut.
Það er sætt lof í sjálfs munni.
Jeg er ekki svo í stakk búin.
Það koma víða karli kið.
Hún fór til fundar norður.
Jeg hef fengið róm á sendingunni.
Hafa skal holl ráð þó úr hrafnsbelg komi.
Hafa skal holl ráð, þó heimskur kenni.
Það má segja að standi altaf land og sjór, (logn).
Sækja bita undir högg.
Heita á hurðir Flosa.
Bera undir fötlum (binda á bak sjer til ljettis, halda í böndin á
brjóstinu).
Binda sauðband (lagt á ská yfir axlirnar, krosslagt á bakinu, til
ljettis þegar borið er á bakinu).
Það dossaði í honum (sletti í góm).
Jeg kemst ekki spönn úr sessi.
Það er ekkert eftir af mjer nema skarið og reykurinn.
Jeg hef ekki verið sóttargjörn.
Drengurinn er mjög lagsæll (lagviss).
Að keppa sokka, „klappa“, berja leiruga sokka með spýtu
(kepp) á steini við læk t. d.
Setugestir, gestir, sem eru um kyrt um tíma.
Auðnuhár, hár í eyrum, á að benda á að maður verði ríkur.
Fjevörtur eru kallaðar vörtur í andliti, sem hár vaxa útúr.
8*